„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2025 13:10 Páll Gunnar er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Arnar/Vilhelm Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins í gær sem og í umsögnum stofnunarinnar um frumvarpið var vakin athygli á fákeppnisaðstæðum á eldsneytismarkaði og vísbendingum um að samkeppni sé takmarkuð. Jafnframt að óráðlegt sé af stjórnvöldum að ganga út frá því að niðurfelling opinberra gjalda skili sér að öllu leyti í lægra verði til neytenda. Samkvæmt útreikningum FÍB ætti eldsneytisverð að lækka um tugi króna um áramót þegar lög um kílómetragjald taka gildi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið alltaf haft áhyggjur af þessum markaði. Fyrirtækin þekki hvert annað vel og geti samhæft starfsemi án þess að vera með samráð. „Á slíkum mörkuðum þarf að fylgjast mjög vel með breytingum af þessu tagi vegna þess að það er ekki hægt að gefa sér sjálfkrafa að að samkeppnin dugi til þess að að ná fram þeirri lækkun sem að löggjafinn hafði, hafði gert ráð fyrir,“ sagði Páll í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skoða þurfi verðþróun heimsmarkaðsverðs ASÍ benti á í frétt hjá RÚV í gær að neytendur ættu inni frekari lækkanir þar sem eldsneytisverð hafi ekki lækkað í takt við þróun heimsmarkaðsverðs. „Við höfum ekki skoðað það sérstaklega en við vitum að FÍB og ASÍ hafa verið að fylgjast með þessu og þeim ákvörðunum sem við teljum að taka þurfi með í reikninginn. Það er búið að standa lengi fyrir dyrum að gera þessar breytingar og ef álagningin hefur hækkað hjá félögunum í aðdraganda breytinganna, þá er það eitthvað sem skoða þarf sérstaklega.“ Skoða þurfi hvort álagning hafi aukist í aðdraganda breytinganna Fram hefur komið að fyrirtæki á eldsneytismarkaði séu að skoða hversu mikil lækkun eldsneytis verður. Páll segir að breytingar sem þessar eigi að leiða til tækifæra fyrir fyrirtækin að ná markaðshlutdeild með því að bjóða betra verð. Neytendur eigi heimtingu á að niðurfelling opinberra gjalda skili sér til þeirra að fullu. „Það er auðvitað áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi. Svo er það svolítið þeirra að sýna fram á ef þau telja að það sé ekki innistæða fyrir þessari lækkun sem löggjafinn, FÍB og við gerum ráð fyrir þá er það þeirra að sýna fram á af hverju það er.“ Gera þurfi ráð fyrir á þessum tíma að lækkunin muni skila sér. Skoða þurfi þróunina til lengri tíma. „Það dugir ekki bara að lækkunin eigi sér stað núna um áramótin, heldur kann að þurfa að skoða hvað er búið að gerast í aðdraganda þessara breytinga, hvort að álagningin hefur aukist hjá félögunum. Og svo líka hvað gerist eftir breytingarnar,“ sagði Páll að lokum. Samkeppnismál Bílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bifhjól Bensín og olía Neytendur Alþingi Jarðefnaeldsneyti Kílómetragjald Tengdar fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. 20. desember 2025 16:04 Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. 19. desember 2025 18:54 Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22. desember 2025 13:49 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira
Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins í gær sem og í umsögnum stofnunarinnar um frumvarpið var vakin athygli á fákeppnisaðstæðum á eldsneytismarkaði og vísbendingum um að samkeppni sé takmarkuð. Jafnframt að óráðlegt sé af stjórnvöldum að ganga út frá því að niðurfelling opinberra gjalda skili sér að öllu leyti í lægra verði til neytenda. Samkvæmt útreikningum FÍB ætti eldsneytisverð að lækka um tugi króna um áramót þegar lög um kílómetragjald taka gildi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið alltaf haft áhyggjur af þessum markaði. Fyrirtækin þekki hvert annað vel og geti samhæft starfsemi án þess að vera með samráð. „Á slíkum mörkuðum þarf að fylgjast mjög vel með breytingum af þessu tagi vegna þess að það er ekki hægt að gefa sér sjálfkrafa að að samkeppnin dugi til þess að að ná fram þeirri lækkun sem að löggjafinn hafði, hafði gert ráð fyrir,“ sagði Páll í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skoða þurfi verðþróun heimsmarkaðsverðs ASÍ benti á í frétt hjá RÚV í gær að neytendur ættu inni frekari lækkanir þar sem eldsneytisverð hafi ekki lækkað í takt við þróun heimsmarkaðsverðs. „Við höfum ekki skoðað það sérstaklega en við vitum að FÍB og ASÍ hafa verið að fylgjast með þessu og þeim ákvörðunum sem við teljum að taka þurfi með í reikninginn. Það er búið að standa lengi fyrir dyrum að gera þessar breytingar og ef álagningin hefur hækkað hjá félögunum í aðdraganda breytinganna, þá er það eitthvað sem skoða þarf sérstaklega.“ Skoða þurfi hvort álagning hafi aukist í aðdraganda breytinganna Fram hefur komið að fyrirtæki á eldsneytismarkaði séu að skoða hversu mikil lækkun eldsneytis verður. Páll segir að breytingar sem þessar eigi að leiða til tækifæra fyrir fyrirtækin að ná markaðshlutdeild með því að bjóða betra verð. Neytendur eigi heimtingu á að niðurfelling opinberra gjalda skili sér til þeirra að fullu. „Það er auðvitað áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi. Svo er það svolítið þeirra að sýna fram á ef þau telja að það sé ekki innistæða fyrir þessari lækkun sem löggjafinn, FÍB og við gerum ráð fyrir þá er það þeirra að sýna fram á af hverju það er.“ Gera þurfi ráð fyrir á þessum tíma að lækkunin muni skila sér. Skoða þurfi þróunina til lengri tíma. „Það dugir ekki bara að lækkunin eigi sér stað núna um áramótin, heldur kann að þurfa að skoða hvað er búið að gerast í aðdraganda þessara breytinga, hvort að álagningin hefur aukist hjá félögunum. Og svo líka hvað gerist eftir breytingarnar,“ sagði Páll að lokum.
Samkeppnismál Bílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bifhjól Bensín og olía Neytendur Alþingi Jarðefnaeldsneyti Kílómetragjald Tengdar fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. 20. desember 2025 16:04 Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. 19. desember 2025 18:54 Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22. desember 2025 13:49 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira
„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. 20. desember 2025 16:04
Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. 19. desember 2025 18:54
Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22. desember 2025 13:49