Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Árni Sæberg skrifar 8. desember 2025 11:21 Farþegar á Keflavíkurflugvelli verða færri á næsta ári en í ár. Vísir/Vilhelm Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár. „Það er ljóst að það er stöðug og mikil eftirspurn eftir því að heimsækja Ísland. Það birtist í því að við gerum ráð fyrir álíka mörgum erlendum gestum á næsta ári og við höfum tekið á móti undanfarin ár. Brotthvarf Play hefur auðvitað haft áhrif á framboð á flugi en með markvissri vinnu hefur þó tekist að lágmarka þau, sérstaklega þegar kemur að erlendum gestum,“ er haft eftir Grétari Máa Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu um farþegaspá næsta árs. Önnur félög að mestu hlaupið í skarðið fyrir Play Þar segir að farþegaspá KEF fyrir 2026 geri ráð fyrir að 7,51 milljónir farþega fari um flugvöllinn á næsta ári samanborið við 8,12 milljón árið 2025. Það sé 7,4 prósenta fækkun á heildarfjölda farþega á milli ára, 8,1 prósents yfir sumarmánuðina og 6,0 prósenta yfir vetrarmánuðina. Þar muni mestu að tengifarþegum fækkar um 15,3 prósent og að gert sé ráð fyrir 13,2 prósenta samdrætti á ferðum Íslendinga til útlanda. Brottfarar- og komufarþegum fækki hins vegar mun minna eða um 4,5 prósent. „Unnið hefur verið markvisst að því að fylla það skarð sem Play skildi eftir sig en félagið var okkar næststærsta flugfélag. Þó að það hafi ekki enn tekist að fullu sjáum við ýmis jákvæð merki. Til dæmis ef við berum spána saman við rauntölur 2025 án Play sjáum við 5,3 prósenta fjölgun heildarfarþega á milli ára. Það sýnir að öðrum flugfélögum gengur vel að fylla í skarðið,“ er haft eftir Grétari Má. Ferðamönnum fækkar lítillega Ferðamannaspá KEF horfi bæði til erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland og Íslendinga sem fara erlendis um Keflavíkurflugvöll. Gert sé ráð fyrir að 2,24 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki Íslandi árið 2026 samanborið við 2,27 milljónir á þessu ári, sem sé 1,2 prósenta fækkun á milli ára. Utanlandsferðum Íslendinga muni hins vegar að öllum líkindum fækka töluvert árið 2026. Þær séu áætlaðar 602 þúsund en þær séu 693 þúsund á árinu sem er að líða, sem sé 13,2 prósenta fækkun á milli ára. „Það er mjög jákvætt að fjöldi erlendra ferðamanna helst nær óbreyttur. Það er kominn mikill stöðugleiki í fjölda þeirra undanfarin ár, en frá árinu 2023 hefur hann verið á bilinu 2,2 til 2,3 milljónir á ári.“ Yfir sumarmánuðina muni 27 flugfélög fljúga áætlunarflug til áttatíu áfangastaða og tuttugu til 65 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Þegar liggi fyrir að tvö ný flugfélög, Alaska Air og Air Transat, muni hefja áætlunarflug til KEF á nýju ári. Þá bætist við fimm tengingar í Norður-Ameríku og sex í Evrópu. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði 25 prósent, sem sé nokkuð minna en verið hefur undanfarin ár. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Það er ljóst að það er stöðug og mikil eftirspurn eftir því að heimsækja Ísland. Það birtist í því að við gerum ráð fyrir álíka mörgum erlendum gestum á næsta ári og við höfum tekið á móti undanfarin ár. Brotthvarf Play hefur auðvitað haft áhrif á framboð á flugi en með markvissri vinnu hefur þó tekist að lágmarka þau, sérstaklega þegar kemur að erlendum gestum,“ er haft eftir Grétari Máa Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu um farþegaspá næsta árs. Önnur félög að mestu hlaupið í skarðið fyrir Play Þar segir að farþegaspá KEF fyrir 2026 geri ráð fyrir að 7,51 milljónir farþega fari um flugvöllinn á næsta ári samanborið við 8,12 milljón árið 2025. Það sé 7,4 prósenta fækkun á heildarfjölda farþega á milli ára, 8,1 prósents yfir sumarmánuðina og 6,0 prósenta yfir vetrarmánuðina. Þar muni mestu að tengifarþegum fækkar um 15,3 prósent og að gert sé ráð fyrir 13,2 prósenta samdrætti á ferðum Íslendinga til útlanda. Brottfarar- og komufarþegum fækki hins vegar mun minna eða um 4,5 prósent. „Unnið hefur verið markvisst að því að fylla það skarð sem Play skildi eftir sig en félagið var okkar næststærsta flugfélag. Þó að það hafi ekki enn tekist að fullu sjáum við ýmis jákvæð merki. Til dæmis ef við berum spána saman við rauntölur 2025 án Play sjáum við 5,3 prósenta fjölgun heildarfarþega á milli ára. Það sýnir að öðrum flugfélögum gengur vel að fylla í skarðið,“ er haft eftir Grétari Má. Ferðamönnum fækkar lítillega Ferðamannaspá KEF horfi bæði til erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland og Íslendinga sem fara erlendis um Keflavíkurflugvöll. Gert sé ráð fyrir að 2,24 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki Íslandi árið 2026 samanborið við 2,27 milljónir á þessu ári, sem sé 1,2 prósenta fækkun á milli ára. Utanlandsferðum Íslendinga muni hins vegar að öllum líkindum fækka töluvert árið 2026. Þær séu áætlaðar 602 þúsund en þær séu 693 þúsund á árinu sem er að líða, sem sé 13,2 prósenta fækkun á milli ára. „Það er mjög jákvætt að fjöldi erlendra ferðamanna helst nær óbreyttur. Það er kominn mikill stöðugleiki í fjölda þeirra undanfarin ár, en frá árinu 2023 hefur hann verið á bilinu 2,2 til 2,3 milljónir á ári.“ Yfir sumarmánuðina muni 27 flugfélög fljúga áætlunarflug til áttatíu áfangastaða og tuttugu til 65 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Þegar liggi fyrir að tvö ný flugfélög, Alaska Air og Air Transat, muni hefja áætlunarflug til KEF á nýju ári. Þá bætist við fimm tengingar í Norður-Ameríku og sex í Evrópu. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði 25 prósent, sem sé nokkuð minna en verið hefur undanfarin ár.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira