Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Árni Sæberg skrifar 3. desember 2025 11:01 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. Breyting á lánþegaskilyrðum var meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að eins og fjallað hafi verið um þá hafi á undanförnum vikum verið tilkynnt um fjölda sjóða sem ætli sér að fjárfesta með einstaklingum í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt yfirlýstum áætlunum sé fyrirhugað að bjóða til sölu fasteignir með þessum hætti sem nemi um þriðjungi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. „Ljóst er að þetta fyrirkomulag er áhættusamara en almenn íbúðakaup vegna lægra eiginfjárframlags kaupenda og hægari eiginfjármyndunar. Útbreidd notkun þessa fyrirkomulags gæti að óbreyttu leitt til aukinnar kerfisáhættu,“ sagði í yfirlýsingu nefndarinnar. Minna eigið fé og frestun greiðslna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sátu fyrir svörum að lokinni kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar og nýju sérriti um lánþegaskilyrði. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka, spurði þá hvort fjármálastöðugleikanefnd hafi horft til áhrifa þess á markaðinn að mikið magn nýrra íbúða hefur verið lengi á sölu og vegið þau saman við áhyggjur af áhrifum sjóðanna, sem bjóðast til þess að kaupa íbúðir með einstaklingum. Ásgeir sagði að þar væru undir tveir endar, annars vegar heimilin í landinu, lánþegar, og hins vegar verktakafyrirtæki. Lánþegaskilyrðum sé beint að fyrrnefnda endanum. „Þetta er fyrirkomulag sem felur í sér aðeins tíu prósenta eiginfjárframlag. Lánþegaskilyrðin okkar gera ráð fyrir að það sé tuttugu prósent, sem dæmi. Þarna er líka að einhverju marki verið að fresta greiðslum. Lánþegaskilyrðin voru náttúrulega sett [árið 2016] með ákveðin markmið og við víkjum ekki frá þeim markmiðum.“ Það sé mjög mikilvægt að fjárhagsleg heilsa heimilanna sé í lagi. Þá hafi nefndin haft áhyggjur af því að samningar milli einstaklinga og sjóðanna séu mjög flóknir. „Skilmálar telja tugi blaðsíðna og ég held að fólk ætti að huga mjög vel að því áður en það skrifar undir mjög flókna gerninga.“ Verktakar og bankar þurfi að leysa málin Hvað varðar hinar áhyggjurnar sem Kári nefndi, af kerfisáhættu í tengslum við hægagang á markaði með nýjar fasteignir, segir Ásgeir að verktakar og bankakerfið þurfi að leysa það. „Flestir stærri verktakar eru í mjög góðri stöðu varðandi eigið fé og bankakerfið er líka í mjög góðri stöðu. Ég lærði nú hagfræði þegar ég var ungur maður og þá var talað um að framboð og eftirspurn gætu mæst einhvers staðar. Mögulega með því að hreyfa verð á eignum en það er kannski annað mál.“ Hvar á áhættan að vera í hagkerfinu? Tómas greip þá orðið og sagði að áhyggjurnar sem Kári nefndi væru tengdar en þó ekki þær sömu. Tómas Brynjólfsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.Vísir/Vilhelm „Ég held að spurningin sé hvar sé ásættanlegt að áhættan sé í hagkerfinu. Er betra að flytja aukna áhættu til heimila, frá verktökum og lánveitendum þeirra? Ég held að við séum að segja að það sé ekki. Þess vegna viljum við að þegar matið á lánveitingu til fólks er gert, að þá sé raunveruleg áhætta metin.“ Þá segir hann að í einhverjum tilvikum, þrátt fyrir þessa þætti, geti nýja fjármögnunarleiðin hentað einhverjum vel. Fólk standist greiðslubyrðarhlutfall eða lánveitandinn ákveði að nýta svigrúm í reglunum til að lána því. „Þá er fólk að taka upplýsta ákvörðun og svo lengi sem það er innan reglanna þá er það ekkert sem kemur okkur við, þannig séð. En það er mikilvægt að ætla ekki að leysa vanda á einhverjum ákveðnum markaði með því að ætla að færa áhættuna til heimila í svona miklum mæli.“ Ásgeir tók undir með Tómasi og bætti við að nefndin fagni fjölbreytni í fjármögnun íbúðakaupa en að mikilvægt væri að allir þættir séu metnir rétt inn. Efnahagsmál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Sjá meira
Breyting á lánþegaskilyrðum var meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að eins og fjallað hafi verið um þá hafi á undanförnum vikum verið tilkynnt um fjölda sjóða sem ætli sér að fjárfesta með einstaklingum í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt yfirlýstum áætlunum sé fyrirhugað að bjóða til sölu fasteignir með þessum hætti sem nemi um þriðjungi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. „Ljóst er að þetta fyrirkomulag er áhættusamara en almenn íbúðakaup vegna lægra eiginfjárframlags kaupenda og hægari eiginfjármyndunar. Útbreidd notkun þessa fyrirkomulags gæti að óbreyttu leitt til aukinnar kerfisáhættu,“ sagði í yfirlýsingu nefndarinnar. Minna eigið fé og frestun greiðslna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sátu fyrir svörum að lokinni kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar og nýju sérriti um lánþegaskilyrði. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka, spurði þá hvort fjármálastöðugleikanefnd hafi horft til áhrifa þess á markaðinn að mikið magn nýrra íbúða hefur verið lengi á sölu og vegið þau saman við áhyggjur af áhrifum sjóðanna, sem bjóðast til þess að kaupa íbúðir með einstaklingum. Ásgeir sagði að þar væru undir tveir endar, annars vegar heimilin í landinu, lánþegar, og hins vegar verktakafyrirtæki. Lánþegaskilyrðum sé beint að fyrrnefnda endanum. „Þetta er fyrirkomulag sem felur í sér aðeins tíu prósenta eiginfjárframlag. Lánþegaskilyrðin okkar gera ráð fyrir að það sé tuttugu prósent, sem dæmi. Þarna er líka að einhverju marki verið að fresta greiðslum. Lánþegaskilyrðin voru náttúrulega sett [árið 2016] með ákveðin markmið og við víkjum ekki frá þeim markmiðum.“ Það sé mjög mikilvægt að fjárhagsleg heilsa heimilanna sé í lagi. Þá hafi nefndin haft áhyggjur af því að samningar milli einstaklinga og sjóðanna séu mjög flóknir. „Skilmálar telja tugi blaðsíðna og ég held að fólk ætti að huga mjög vel að því áður en það skrifar undir mjög flókna gerninga.“ Verktakar og bankar þurfi að leysa málin Hvað varðar hinar áhyggjurnar sem Kári nefndi, af kerfisáhættu í tengslum við hægagang á markaði með nýjar fasteignir, segir Ásgeir að verktakar og bankakerfið þurfi að leysa það. „Flestir stærri verktakar eru í mjög góðri stöðu varðandi eigið fé og bankakerfið er líka í mjög góðri stöðu. Ég lærði nú hagfræði þegar ég var ungur maður og þá var talað um að framboð og eftirspurn gætu mæst einhvers staðar. Mögulega með því að hreyfa verð á eignum en það er kannski annað mál.“ Hvar á áhættan að vera í hagkerfinu? Tómas greip þá orðið og sagði að áhyggjurnar sem Kári nefndi væru tengdar en þó ekki þær sömu. Tómas Brynjólfsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.Vísir/Vilhelm „Ég held að spurningin sé hvar sé ásættanlegt að áhættan sé í hagkerfinu. Er betra að flytja aukna áhættu til heimila, frá verktökum og lánveitendum þeirra? Ég held að við séum að segja að það sé ekki. Þess vegna viljum við að þegar matið á lánveitingu til fólks er gert, að þá sé raunveruleg áhætta metin.“ Þá segir hann að í einhverjum tilvikum, þrátt fyrir þessa þætti, geti nýja fjármögnunarleiðin hentað einhverjum vel. Fólk standist greiðslubyrðarhlutfall eða lánveitandinn ákveði að nýta svigrúm í reglunum til að lána því. „Þá er fólk að taka upplýsta ákvörðun og svo lengi sem það er innan reglanna þá er það ekkert sem kemur okkur við, þannig séð. En það er mikilvægt að ætla ekki að leysa vanda á einhverjum ákveðnum markaði með því að ætla að færa áhættuna til heimila í svona miklum mæli.“ Ásgeir tók undir með Tómasi og bætti við að nefndin fagni fjölbreytni í fjármögnun íbúðakaupa en að mikilvægt væri að allir þættir séu metnir rétt inn.
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Sjá meira