„Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 22:01 Arnar Pétursson fær að líta gula spjaldið. getty/Marijan Murat Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. „Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44