Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2025 20:31 Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti í leiknum í kvöld. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann flottan þriggja marka sigur á Færeyjum á útivelli, 28-25, í generalprufu sinni fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Thea Imani Sturludóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar með sex mörk hvor og Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Hafdís Lilja Renötudóttir varði tvö víti frá Færeyingum. Það má klárlega sjá stíganda í liðinu sem hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti nú í haust og það er margt gott sem Arnar Pétursson og stelpurnar geta tekið með sér úr þessum leik. Ísland leikur annars næst á miðvikudaginn gegn Þjóðverjum í Stuttgart í fyrsta leik liðsins á HM. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann flottan þriggja marka sigur á Færeyjum á útivelli, 28-25, í generalprufu sinni fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Thea Imani Sturludóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar með sex mörk hvor og Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Hafdís Lilja Renötudóttir varði tvö víti frá Færeyingum. Það má klárlega sjá stíganda í liðinu sem hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti nú í haust og það er margt gott sem Arnar Pétursson og stelpurnar geta tekið með sér úr þessum leik. Ísland leikur annars næst á miðvikudaginn gegn Þjóðverjum í Stuttgart í fyrsta leik liðsins á HM.