Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2025 18:25 Thea Imani Sturludóttir í baráttunni í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Valskonur geta gengið stoltar frá borði í Evrópudeild kvenna í handbolta eftir 22-22 jafntefli gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe á heimavelli í kvöld. Gestirnir í Blomberg-Lippe voru með þrettán marka forystu eftir fyrri leik liðanna og því var ljóst að brekkan væri brött fyrir Valsliðið. Valskonur byrjuðu vel og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Hafdís Renötudóttir var í miklu stuði í upphafi leiks og gestirnir fundu fáar leiðir framhjá henni í markinu. Um miðbik fyrri hálfleiks fór þó að halla undan færi hjá Valsliðinu. Gestirnir í Blomberg-Lippe tóku mjög öflugan kafla, skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 6-5 í 6-11. Valskonur fundu þó betri takt á nýjan leik og héldu í við þýska stórliðið það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan 10-14 þegar flautað var til hlés og liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik ríkti þó meira jafnræði með liðunum og Valskonur héldu vel í þýska stórliðið. Hægt og rólega saxaði Valur á forskot Blomberg-Lippe og í nokkur skipti náðu Valskonur að minnka muninn niður í eitt mark. Það var ekki fyrr en að rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum að Valur náði að jafna metin þegar Ásthildur Þórhallsdóttir skoraði úr hraðaupphlaupi og æsispennandi lokamínútur því framundan Staðan var 22-22 þegar um tvær mínútur voru til leiksloka eftir að Mariam Eradze hafði jafnað metin aftur fyrir Val og bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora á lokaandartökum leiksins. Sitt hvor tapaður boltinn þýddi að gestirnir fengu síðustu sókn leiksins, en Hafdís Renötudóttir sá við þeim tveimur skotum sem Blomberg-Lippe náði í lokasókn sinni. Niðurstaðan því 22-22 jafntefli og Valskonur geta borið höfuðið hátt, þrátt fyrir stórt tap í fyrri leik liðanna. Atvik leiksins Markvörslur Hafdísar Renötudóttur í lokasókn gestanna gera tilkall til þess að vera atvik leiksins, en jöfnunarmark Ásthildar Þórhallsdóttur virkaði sem stærra augnablik. Það að ná loksins að jafna metin eftir erfiða fæðingu gaf viðstöddum Valsmönnum gríðarlega trú á liðinu. Stjörnur og skúrkar Eins og oft áður átti Hafdís Renötudóttir hörkuleik fyrir Val. Hún byrjaði af miklum krafti og varði svo tvö mikilvægustu skot leiksins stuttu áður en lokaflautið gall. Dómararnir Danska dómaraparið þurfti ekki að taka margar stórar ákvarðanir í kvöld og komust vel frá verkefninu. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að augu margra Íslendinga hafi líklega verið á mikilvægum leik karlalandsliðsins okkar í knattspyrnu var nokkuð vel mætt á Hlíðarenda í kvöld. Áhorfendur létu vel í sér heyra og umgjörð Valsmanna er alltaf til fyrirmyndar. Valur Handbolti
Valskonur geta gengið stoltar frá borði í Evrópudeild kvenna í handbolta eftir 22-22 jafntefli gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe á heimavelli í kvöld. Gestirnir í Blomberg-Lippe voru með þrettán marka forystu eftir fyrri leik liðanna og því var ljóst að brekkan væri brött fyrir Valsliðið. Valskonur byrjuðu vel og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Hafdís Renötudóttir var í miklu stuði í upphafi leiks og gestirnir fundu fáar leiðir framhjá henni í markinu. Um miðbik fyrri hálfleiks fór þó að halla undan færi hjá Valsliðinu. Gestirnir í Blomberg-Lippe tóku mjög öflugan kafla, skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 6-5 í 6-11. Valskonur fundu þó betri takt á nýjan leik og héldu í við þýska stórliðið það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan 10-14 þegar flautað var til hlés og liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik ríkti þó meira jafnræði með liðunum og Valskonur héldu vel í þýska stórliðið. Hægt og rólega saxaði Valur á forskot Blomberg-Lippe og í nokkur skipti náðu Valskonur að minnka muninn niður í eitt mark. Það var ekki fyrr en að rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum að Valur náði að jafna metin þegar Ásthildur Þórhallsdóttir skoraði úr hraðaupphlaupi og æsispennandi lokamínútur því framundan Staðan var 22-22 þegar um tvær mínútur voru til leiksloka eftir að Mariam Eradze hafði jafnað metin aftur fyrir Val og bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora á lokaandartökum leiksins. Sitt hvor tapaður boltinn þýddi að gestirnir fengu síðustu sókn leiksins, en Hafdís Renötudóttir sá við þeim tveimur skotum sem Blomberg-Lippe náði í lokasókn sinni. Niðurstaðan því 22-22 jafntefli og Valskonur geta borið höfuðið hátt, þrátt fyrir stórt tap í fyrri leik liðanna. Atvik leiksins Markvörslur Hafdísar Renötudóttur í lokasókn gestanna gera tilkall til þess að vera atvik leiksins, en jöfnunarmark Ásthildar Þórhallsdóttur virkaði sem stærra augnablik. Það að ná loksins að jafna metin eftir erfiða fæðingu gaf viðstöddum Valsmönnum gríðarlega trú á liðinu. Stjörnur og skúrkar Eins og oft áður átti Hafdís Renötudóttir hörkuleik fyrir Val. Hún byrjaði af miklum krafti og varði svo tvö mikilvægustu skot leiksins stuttu áður en lokaflautið gall. Dómararnir Danska dómaraparið þurfti ekki að taka margar stórar ákvarðanir í kvöld og komust vel frá verkefninu. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að augu margra Íslendinga hafi líklega verið á mikilvægum leik karlalandsliðsins okkar í knattspyrnu var nokkuð vel mætt á Hlíðarenda í kvöld. Áhorfendur létu vel í sér heyra og umgjörð Valsmanna er alltaf til fyrirmyndar.