Körfubolti

Brassi tekur við af Billups

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiago Splitter gerði Paris Basketball að frönskum meisturum síðasta vetur.
Tiago Splitter gerði Paris Basketball að frönskum meisturum síðasta vetur. vísir/getty

NBA-liðið Portland Trail Blazers varð fyrir miklu áfalli í vikunni er þjálfari liðsins, Chauncey Billups, var handtekinn.

Billups var handtekinn degi eftir fyrsta leik tímabilsins. Hann er sakaður um að hafa staðið fyrir ólöglegu pókerspili í samráði við mafíuna.

Þjálfarinn er eðli málsins samkvæmt kominn í bann frá þjálfun í deildinni á meðan mál hans verður tekið fyrir. Það gæti tekið ansi langan tíma.

Portland ákvað að ráða aðstoðarmann Billups, Tiago Splitter, sem aðalþjálfara. Sú ráðning er til bráðabirgða á meðan félagið skoðar sína möguleika eftir þessa óvæntu uppákomu.

Hinn fertugi Splitter er Brasilíumaður og varð fyrsti Brasilíumaðurinn sem verður NBA-meistari er hann fór alla leið sem leikmaður San Antonio Spurs árið 2014.

Hann var nýtekinn við sem aðstoðarþjálfari hjá Portland eftir að hafa þjálfað hjá Paris Basketball síðasta vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×