Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 10:01 Hugi er stjórnarmaður hjá KKÍ og er í virku samstarfi við erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet. Vísir/Vilhelm/Skjáskot Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan. KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum