Viðskipti innlent

Ragn­hildur til Datera

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnhildur Pétursdóttir.
Ragnhildur Pétursdóttir.

Ragnhildur Pétursdóttir er nýr birtingaráðgjafi hjá Datera. Ragnhildur kemur frá auglýsingastofunni EnnEmm.

Í tilkynningu segir að Ragnhildur hafi hafið störf hjá Datera í september en áður hafi hún starfað sem birtingaráðgjafi hjá EnnEmm auglýsingastofu í sjö ár. 

„Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Árnasonum auglýsingastofu í viðskiptastýringu. Ragnhildur er með MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hjá Datera mun Ragnhildur sinna starfi birtingaráðgjafa,“ segir í tilkynningunni. 

Datera er þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki á sviði markaðssetningar og birtinga. Datera sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum auglýsingaherferðum, leitarvélaherferðum, almennum birtingaáætlunum sem og nýtingu gervigreindar í markaðsstarfi. Hjá Datera starfa nú 14 manns að verkefnum fyrir innlendan og erlendan markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×