Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2025 13:52 Tölvuteikning af Boeing 777 300-fraktþotu Air Atlanta. Air Atlanta Flugfélagið Air Atlanta í Kópavogi hefur gert langtímasamning um rekstur á tveimur Boeing 777-fraktþotum. Atlanta hafði áður tekið Boeing 777-farþegaþotur í notkun vorið 2023 og varð þá fyrst íslenskra flugfélaga til að hefja rekstur á þessum stærstu tveggja hreyfla breiðþotum heims. „Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta.
Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31