Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2025 08:12 Viðskiptavinurinn lagði einungis fram fjórar ljósmyndir máli sínu til stuðnings. Myndin er úr myndabanka og tengist því fréttinni ekki beint. Getty Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Þar segir að viðskiptavinurinn hafi keypt sófann í október 2023 og greitt fyrir hann um 142 þúsund krónur. Á nýársdag 2024 sendi kaupandinn varnaraðila tölvupóst þar sem hann kvartaði undan slökum stífleika í sætispúðum sófans. Í póstinum rakti viðskiptavinurinn að þegar setið væri í sófanum væri líkt og setið væri á sófagrindinni sjálfri. Þá sagði hann að púðarnir væru mjög lausir og því væri tíð þörf á að laga þá til. Í kjölfar skoðunar seljandans á sófanum um miðjan janúar 2024 var kaupandanum að endingu boðið að fá afhentan nýjan sófa sem hann og þáði. Á nýársdegi í ár, 2025, sendi kaupandinn annan tölvupóst og kvartaði þá aftur undan sætispúðum í nýja sófanum. Krafðist kaupandinn úrbóta en seljandinn hafnaði slíku. Kaupandinn vildi meina að báðir sófarnir sem hann fékk afhenta hafi verið gallaðir og lagði hann meðal annars fram fjórar ljósmyndir því til stuðnings. Kaupandinn vildi meina að hann ætti rétt á að fá gallann bættan í tvö ár eftir kaupin og krafðist því endurgreiðslu. Komið til móts við kaupandann Í málinu vísaði seljandi sófans til þess að kaupandinn hafi gert athugasemdir við stífleika sætispúða í sófanum í byrjun árs 2024 og þar sem framleiðslu á áklæði sófa viðskiptavinarins hafi verið hætt í framleiðslu hafi verið ákveðið að koma til móts við hann og afhent honum nýjan sams konar sófa með öðru áklæði. Sama umkvörtunarefni hafi svo borist ári síðar og vísaði seljandinn til þess að umræddur sófi sé hannaður með lausum svamppúðum og einfaldri uppbyggingu sem eðlilega mýkist við notkun með tímanum. „Í báðum þessum tilvikum hafi varnaraðili ekki metið svo að um galla hafi verið að ræða heldur einstaklingsbundna upplifun og væntingar sóknaraðila til áferðar og þæginda sófans,“ segir í úrskurðinum. Ekki galli sem seljandi bar ábyrgð á Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að einungis hafi verið lagðar fram ljósmyndir til stuðnings kröfunni, en að ekki væri hægt að fullyrða um það hversu lengi tiltekinn stífleiki á að vera í sætispúðum sófa enda fari það eftir aðstæðum hverju sinni, þar með talið hönnun sófa og síðan meðferð og notkun kaupanda. „Að mati kærunefndarinnar hefur sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að slakur stífleiki í sætispúðum stafi af galla sem varnaraðili beri ábyrgð á. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðar- og kærunefndir Verslun Tengdar fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21 Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36 Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00 Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Þar segir að viðskiptavinurinn hafi keypt sófann í október 2023 og greitt fyrir hann um 142 þúsund krónur. Á nýársdag 2024 sendi kaupandinn varnaraðila tölvupóst þar sem hann kvartaði undan slökum stífleika í sætispúðum sófans. Í póstinum rakti viðskiptavinurinn að þegar setið væri í sófanum væri líkt og setið væri á sófagrindinni sjálfri. Þá sagði hann að púðarnir væru mjög lausir og því væri tíð þörf á að laga þá til. Í kjölfar skoðunar seljandans á sófanum um miðjan janúar 2024 var kaupandanum að endingu boðið að fá afhentan nýjan sófa sem hann og þáði. Á nýársdegi í ár, 2025, sendi kaupandinn annan tölvupóst og kvartaði þá aftur undan sætispúðum í nýja sófanum. Krafðist kaupandinn úrbóta en seljandinn hafnaði slíku. Kaupandinn vildi meina að báðir sófarnir sem hann fékk afhenta hafi verið gallaðir og lagði hann meðal annars fram fjórar ljósmyndir því til stuðnings. Kaupandinn vildi meina að hann ætti rétt á að fá gallann bættan í tvö ár eftir kaupin og krafðist því endurgreiðslu. Komið til móts við kaupandann Í málinu vísaði seljandi sófans til þess að kaupandinn hafi gert athugasemdir við stífleika sætispúða í sófanum í byrjun árs 2024 og þar sem framleiðslu á áklæði sófa viðskiptavinarins hafi verið hætt í framleiðslu hafi verið ákveðið að koma til móts við hann og afhent honum nýjan sams konar sófa með öðru áklæði. Sama umkvörtunarefni hafi svo borist ári síðar og vísaði seljandinn til þess að umræddur sófi sé hannaður með lausum svamppúðum og einfaldri uppbyggingu sem eðlilega mýkist við notkun með tímanum. „Í báðum þessum tilvikum hafi varnaraðili ekki metið svo að um galla hafi verið að ræða heldur einstaklingsbundna upplifun og væntingar sóknaraðila til áferðar og þæginda sófans,“ segir í úrskurðinum. Ekki galli sem seljandi bar ábyrgð á Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að einungis hafi verið lagðar fram ljósmyndir til stuðnings kröfunni, en að ekki væri hægt að fullyrða um það hversu lengi tiltekinn stífleiki á að vera í sætispúðum sófa enda fari það eftir aðstæðum hverju sinni, þar með talið hönnun sófa og síðan meðferð og notkun kaupanda. „Að mati kærunefndarinnar hefur sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að slakur stífleiki í sætispúðum stafi af galla sem varnaraðili beri ábyrgð á. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum.
Úrskurðar- og kærunefndir Verslun Tengdar fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21 Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36 Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00 Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21
Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00