Gamalt ráðuneyti verður hótel Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 13:46 Kenneth Macpherson (IHG), Matthew Woollard (IHG), (Mrs) Willemijn Geels (IHG), Skorri Rafn Rafnsson (forstjóri, Alva Capital), Karin Sheppard (IHG), Farkhad Kamilov (IHG), Miguel Martins (IHG) Alva Capital Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í samningnum felist jafnframt áform um að opna 500 gistirými á næstu þremur til fimm árum, undir vörumerkjum Holiday Inn Express og Garner hotels, sem séu í eigu IHG. IHG sé ein stærsta hótelkeðja í heimi með um 7.000 hótel og um eina milljón herbergja. Breytingar þegar hafnar Sem áður segir verður hótelið staðsett á Rauðarárstíg 27 þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa í tilkynningunni segir að framkvæmdir við breytingar séu þegar hafnar. Hótelið muni státa af 53 íbúða- og stúdíóherbergjum með eldhúsaðstöðu en Candlewood Suites þjónusti sér í lagi gesti sem hyggja á lengri gistingu. „Við erum afar stolt af því að vinna með IHG Hotels & Resorts að því að koma Candlewood Suites til Íslands en vörumerkið býður gestum upp á einstök þægindi og heimilislega dvöl. Þetta er stór áfangi í markmiði okkar að bjóða bæði íslenskum og erlendum gestum upp á fjölbreyttari og sérsniðnari hótelþjónustu en áður hefur þekkst hérlendis. Samstarfið við IHG, eina virtustu hótelkeðju heims, styður við langtímasýn okkar í fasteigna- og ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á íslenskan markað,“ er haft eftir Skorra Rafni Rafnssyni, forstjóra Alva Capital. Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í mars segir að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Rauðarárstíg 27 af Eik á 744 milljónir króna. Þrettán hótel þegar á Norðurlöndunum Í tilkynningunni segir að Candlewood Suites Reykjavík undirstriki áframhaldandi vöxt IHG á Norðurlöndum en það bætist nú í hóp þrettán hótela sem þegar eru starfandi eða í byggingu á Norðurlöndum, þar á meðal voco Stockholm – Kista,Crowne Plaza Copenhagen Towers og Hotel Indigo Helsinki. „Við hlökkum til að kynna Candlewood Suites vörumerkið á Íslandi sem er spennandi og vaxandi markaður fyrir IHG. Við erum sérstaklega stolt af hinu skilvirka samstarfi milli IHG og Alva, en undirritun var vart lokið þegar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu voru hafnar og stefnt verður að opnun innan skamms tíma. Alva hefur þegar getið sér góðan orðstýr á Íslandi og samningurinn býður upp á góð tækifæri fyrir vöxt beggja fyrirtækja víða um land, ég er mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir Mario Maxeiner, framkvæmdastjóra IHG Hotels & Resorts fyrir Norður-Evrópu. Hótel á Íslandi Reykjavík Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í samningnum felist jafnframt áform um að opna 500 gistirými á næstu þremur til fimm árum, undir vörumerkjum Holiday Inn Express og Garner hotels, sem séu í eigu IHG. IHG sé ein stærsta hótelkeðja í heimi með um 7.000 hótel og um eina milljón herbergja. Breytingar þegar hafnar Sem áður segir verður hótelið staðsett á Rauðarárstíg 27 þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa í tilkynningunni segir að framkvæmdir við breytingar séu þegar hafnar. Hótelið muni státa af 53 íbúða- og stúdíóherbergjum með eldhúsaðstöðu en Candlewood Suites þjónusti sér í lagi gesti sem hyggja á lengri gistingu. „Við erum afar stolt af því að vinna með IHG Hotels & Resorts að því að koma Candlewood Suites til Íslands en vörumerkið býður gestum upp á einstök þægindi og heimilislega dvöl. Þetta er stór áfangi í markmiði okkar að bjóða bæði íslenskum og erlendum gestum upp á fjölbreyttari og sérsniðnari hótelþjónustu en áður hefur þekkst hérlendis. Samstarfið við IHG, eina virtustu hótelkeðju heims, styður við langtímasýn okkar í fasteigna- og ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á íslenskan markað,“ er haft eftir Skorra Rafni Rafnssyni, forstjóra Alva Capital. Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í mars segir að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Rauðarárstíg 27 af Eik á 744 milljónir króna. Þrettán hótel þegar á Norðurlöndunum Í tilkynningunni segir að Candlewood Suites Reykjavík undirstriki áframhaldandi vöxt IHG á Norðurlöndum en það bætist nú í hóp þrettán hótela sem þegar eru starfandi eða í byggingu á Norðurlöndum, þar á meðal voco Stockholm – Kista,Crowne Plaza Copenhagen Towers og Hotel Indigo Helsinki. „Við hlökkum til að kynna Candlewood Suites vörumerkið á Íslandi sem er spennandi og vaxandi markaður fyrir IHG. Við erum sérstaklega stolt af hinu skilvirka samstarfi milli IHG og Alva, en undirritun var vart lokið þegar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu voru hafnar og stefnt verður að opnun innan skamms tíma. Alva hefur þegar getið sér góðan orðstýr á Íslandi og samningurinn býður upp á góð tækifæri fyrir vöxt beggja fyrirtækja víða um land, ég er mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir Mario Maxeiner, framkvæmdastjóra IHG Hotels & Resorts fyrir Norður-Evrópu.
Hótel á Íslandi Reykjavík Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira