Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2025 19:45 Andrea var mögnuð í dag. Sven Hoppe/Getty Images Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós þegar Blomberg-Lippe vann útisigur á Zwickau í efstu deild þýska kvennahandboltans. Þá voru fjölmargir aðrir Íslendingar í eldlínunni. Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01