Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Árni Sæberg skrifar 3. október 2025 14:56 Steinþór segir 3. október rista djúpt í huga sínum. Á þeim degi fyrir sautján árum framkvæmdi hann viðskipti sem áttu eftir að breyta lífi hans. Vísir/Anton Brink Steinþór Gunnarsson, sem hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða en var sýknaður eftir endurupptöku mörgum árum síðar, segir réttarkerfið hafa brugðist í málinu. Sautján ár eru í dag síðan hann framkvæmdi sín síðustu viðskipti í kauphöllinni sem verðbréfamiðlari. Viðskipti sem áttu eftir að reynast örlagarík. „Dagurinn í dag, föstudagurinn 3. október 2025, ristir djúpt í huga mínum fyrir þær sakir að fyrir nákvæmlega 17 árum síðan, eða föstudaginn 3. október 2008, átti ég mín síðustu viðskipti í kauphöllinni sem verðbréfamiðlari. Viðskipti sem fyrir mér voru á allan hátt venjuleg þegar þau áttu sér stað, en áttu eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir mig, því þau voru notuð af Embætti sérstaks saksóknara (ESS) til að höfða sakamál gegn mér sem yfirtók næstu 16,5 ár af lífi mínu,“ svo hefst færsla sem Steinþór birti á Facebook í dag. 6.033 dagar frá fyrstu yfirheyrslu til sýknu Hann segist lítið hafa tjáð sig um málið, en þar sem hann hafi loksins verið sýknaður fyrr á árinu, þá langi hann að gera stutta grein fyrir helstu atvikum málsins. Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Hæstaréttar gekk árið 2015 en þann 10. apríl síðastliðinn kvað Landsréttur upp sýknudóm eftir að málið hafði verið endurupptekið. Steinþór hefur tekið saman nákvæma tímalínu málsins, þar sem fram kemur að 6.033 dagar, 861 vika, 198,2 mánuðir og sextán og hálft ár liðu milli þess að hann var fyrst yfirheyrður þar til hann var sýknaður. Sat inni í níu mánuði Steinþór rekur að rannsókn málsin hafi hafist í lok júní 2009 og henni hafi verið fylgt eftir með handtöku, húsleit á heimili hans og ólöglegum símahlerunum í janúar 2011. Þá hafi rúmlega tvö ár verið liðin frá því að rafrænu viðskiptin áttu sér stað í Landsbanka Íslands og ekkert að finna um slík viðskipti á heimili hans. „Þar að auki hafði ég í yfirheyrslunni í júní 2009 boðið starfsmönnum ESS að koma á heimili mitt og leita af sér allan grun sem þeir ekki þáðu enda var þetta ekki húsleit heldur miklu alvarlegra mál, hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna ESS [Embætti sérstaks saksóknara] gegn mér og fjölskyldu minni. Það var einfaldlega verið að meiða og niðurlægja og fréttir fluttar nánast í beinni á RUV.“ ESS hafi svo gefið út ákæru 15. mars 2013, heilum 4,5 árum frá því atburðir gerðust. Hann hafi verið dæmdur til fangelsisvistar með dómi héraðsdóms í júní 2015. Hæstiréttur hafi þyngt dóminn enn frekar í október 2015 í níu mánaða fangelsisvist. Afplánun hafi hafist í september 2016 og lokið í júlí 2017. Leitaði til Strassborgar Þann 23. mars 2016 hafi hann sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, vegna þess hvernig haldið var á málinu fyrir Hæstarétti og þeirri málaleitan hafi lokið á árinu 2021 með staðfestingu MDE á sáttatillögu ríkislögmanns, þar sem viðurkennt var að einn dómari við réttinn hafi verið vanhæfur þar sem hann átti töluvert magn hlutabréfa í Landsbankanum fram að hruni sem og að rétturinn hafi brotið regluna um milliliðalausa sönnun fyrir dómi, sem og að hann ætti rétt á að fá málið endurupptekið fyrir Hæstarétti. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri sama banka, voru einnig dæmd í Ímon-málinu í Hæstarétti og höfðu sömuleiðis sigur fyrir MDE. Hæstaréttardómarinn sem Steinþór vísar til er Viðar Már Matthíasson, sem sjá má á myndinni hér að ofan við hlið Elínar. Sögulegt mál Steinþór segist hafa sótt um endurupptöku málsins í nóvember 2022 og fengið niðurstöðu í júní 2023, þess efnis að málið yrði endurupptekið í Landsrétti en ekki Hæstarétti. Sú niðurstaða að málið færi fyrir Landsrétt en ekki Hæstarétt markaði breytingu hjá Endurupptökudómi, sem hafði þangað til vísað hrunmálunum svokölluðu til Hæstaréttar frekar en Landsréttar, sem taldi sér ekki heimilt að taka málin fyrir. Svo fór að lögum um Endurupptökudóm var breytt á þann veg að hann gæti vísað málum til Landsréttar. Saknar tímans sem fór í málið að óþörfu „Það var svo ekki fyrr en 10. apríl sl, eftir nærri tveggja áratuga baráttu við rotið kerfi, að mér tókst að lokum að rétta minn hlut þegar Landsréttur sýknaði mig af öllum ákærum ESS með dómi 612/2023. Þessi niðurstaða var auðvitað mjög kærkomin en henni hafa einnig fylgt óþægilegar tilfinningar, einna helst söknuður yfir öllum þeim tíma sem farið hefur að óþörfu, í þetta ömurlega mál, þar sem ljóst er af gögnum málsins að það átti aldrei að gefa út ákæru á hendur mér,“ segir Steinþór. Það sé þungbær reynsla að verða fyrir því að ríkið ræðst á mann af öllu afli að ástæðu lausu og skeyti ekkert um lög, reglur eða stjórnarskrárvarin réttindi. Upplifunin verði ekki auðveldari þegar það tekur nærri tvo áratugi að ná fram leiðréttingu á ranglætinu. Það hefði honum ekki tekist nema með aðkomu Mannréttindadómstóls Evrópu að málinu og hann sé þakklátur fyrir sá möguleiki sé fyrir hendi þegar kerfið hér á landi bregst eins alvarlega og raunin hafi orðið í máli hans. „Þetta mál og hvernig á því var haldið gagnvart mér af hálfu opinberra aðila hefur haft gríðarleg áhrif, ekki bara á mig heldur alla mína nær fjölskyldu sem hefur staðið þétt við bakið á mér allan tímann og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Það eru ekki margir, fyrir utan fjölskylduna, sem hafa staðið þétt við bakið á mér í þessu óralanga mála skaki, en þeir eru nokkrir og er ég þeim þakklátur. Þið vitið hverjir þið eruð!“ Þá þakkar Steinþór nokkrum lögmönnum sem veittu honum fulltingi í löngum málarekstrinum og sérstaklega Almari Möller, sem var verjandi hans í Landsrétti. Eitt til tvö sambærileg mál Steinþór segir málin ekki vera mörg í stuttri sögu þjóðarinnar, sem hafa tekið lengri tíma í meðförum yfirvalda, þar sem saklaus borgari fái óréttláta málsmeðferð á öllum stigum málsins og þurfi að sæta því að vera ranglega dæmdur og að þurfa að sitja af sér þann ranga fangelsisdóm. Hann áætlar að þau sé tvö eða þrjú í það heila. Það sé ljóst að eitthvað hafi farið alvarlega úrskeiðis í meðförum máls hans, ekki bara hjá Embætti sérstaks saksóknara, heldur einnig hjá dómstólum. Lög og reglur sem gilda um rannsókn mála hafi ekki verið virt, réttu spurninganna hafi ekki verið spurt, gögnum sem voru sakborningi í hag hafi verið haldið frá málsskjölum og dómarar hafi ekki farið að lögum við úrlausn málanna. „Það er mín skoðun eftir að hafa gengið tilneyddur í gegnum þessa óásættanlegu málsmeðferð opinberra aðila gegn mér saklausum, að við getum ekki horft fram á veginn sem þjóð og haldið því fram að hér á landi gildi reglur réttarríkisins jafnt fyrir alla, ALLTAF, ef ekki verður farið í opinbera rannsókn og uppgjör á því hvernig að þessum svokölluðu hrunmálum var staðið af hálfu opinberra aðila eins og ESS og dómstóla. Það sama finnst mér að eigi að gilda um þátt a.m.k. sumra fjölmiðla sem féllu algjörlega á prófinu þegar kom að því að veita hinu opinbera aðhald á efiðum tímum en þess í staðinn klöppuðu þeir ákaft undir af fullum krafti.“ Hrunið Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Dagurinn í dag, föstudagurinn 3. október 2025, ristir djúpt í huga mínum fyrir þær sakir að fyrir nákvæmlega 17 árum síðan, eða föstudaginn 3. október 2008, átti ég mín síðustu viðskipti í kauphöllinni sem verðbréfamiðlari. Viðskipti sem fyrir mér voru á allan hátt venjuleg þegar þau áttu sér stað, en áttu eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir mig, því þau voru notuð af Embætti sérstaks saksóknara (ESS) til að höfða sakamál gegn mér sem yfirtók næstu 16,5 ár af lífi mínu,“ svo hefst færsla sem Steinþór birti á Facebook í dag. 6.033 dagar frá fyrstu yfirheyrslu til sýknu Hann segist lítið hafa tjáð sig um málið, en þar sem hann hafi loksins verið sýknaður fyrr á árinu, þá langi hann að gera stutta grein fyrir helstu atvikum málsins. Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Hæstaréttar gekk árið 2015 en þann 10. apríl síðastliðinn kvað Landsréttur upp sýknudóm eftir að málið hafði verið endurupptekið. Steinþór hefur tekið saman nákvæma tímalínu málsins, þar sem fram kemur að 6.033 dagar, 861 vika, 198,2 mánuðir og sextán og hálft ár liðu milli þess að hann var fyrst yfirheyrður þar til hann var sýknaður. Sat inni í níu mánuði Steinþór rekur að rannsókn málsin hafi hafist í lok júní 2009 og henni hafi verið fylgt eftir með handtöku, húsleit á heimili hans og ólöglegum símahlerunum í janúar 2011. Þá hafi rúmlega tvö ár verið liðin frá því að rafrænu viðskiptin áttu sér stað í Landsbanka Íslands og ekkert að finna um slík viðskipti á heimili hans. „Þar að auki hafði ég í yfirheyrslunni í júní 2009 boðið starfsmönnum ESS að koma á heimili mitt og leita af sér allan grun sem þeir ekki þáðu enda var þetta ekki húsleit heldur miklu alvarlegra mál, hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna ESS [Embætti sérstaks saksóknara] gegn mér og fjölskyldu minni. Það var einfaldlega verið að meiða og niðurlægja og fréttir fluttar nánast í beinni á RUV.“ ESS hafi svo gefið út ákæru 15. mars 2013, heilum 4,5 árum frá því atburðir gerðust. Hann hafi verið dæmdur til fangelsisvistar með dómi héraðsdóms í júní 2015. Hæstiréttur hafi þyngt dóminn enn frekar í október 2015 í níu mánaða fangelsisvist. Afplánun hafi hafist í september 2016 og lokið í júlí 2017. Leitaði til Strassborgar Þann 23. mars 2016 hafi hann sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, vegna þess hvernig haldið var á málinu fyrir Hæstarétti og þeirri málaleitan hafi lokið á árinu 2021 með staðfestingu MDE á sáttatillögu ríkislögmanns, þar sem viðurkennt var að einn dómari við réttinn hafi verið vanhæfur þar sem hann átti töluvert magn hlutabréfa í Landsbankanum fram að hruni sem og að rétturinn hafi brotið regluna um milliliðalausa sönnun fyrir dómi, sem og að hann ætti rétt á að fá málið endurupptekið fyrir Hæstarétti. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri sama banka, voru einnig dæmd í Ímon-málinu í Hæstarétti og höfðu sömuleiðis sigur fyrir MDE. Hæstaréttardómarinn sem Steinþór vísar til er Viðar Már Matthíasson, sem sjá má á myndinni hér að ofan við hlið Elínar. Sögulegt mál Steinþór segist hafa sótt um endurupptöku málsins í nóvember 2022 og fengið niðurstöðu í júní 2023, þess efnis að málið yrði endurupptekið í Landsrétti en ekki Hæstarétti. Sú niðurstaða að málið færi fyrir Landsrétt en ekki Hæstarétt markaði breytingu hjá Endurupptökudómi, sem hafði þangað til vísað hrunmálunum svokölluðu til Hæstaréttar frekar en Landsréttar, sem taldi sér ekki heimilt að taka málin fyrir. Svo fór að lögum um Endurupptökudóm var breytt á þann veg að hann gæti vísað málum til Landsréttar. Saknar tímans sem fór í málið að óþörfu „Það var svo ekki fyrr en 10. apríl sl, eftir nærri tveggja áratuga baráttu við rotið kerfi, að mér tókst að lokum að rétta minn hlut þegar Landsréttur sýknaði mig af öllum ákærum ESS með dómi 612/2023. Þessi niðurstaða var auðvitað mjög kærkomin en henni hafa einnig fylgt óþægilegar tilfinningar, einna helst söknuður yfir öllum þeim tíma sem farið hefur að óþörfu, í þetta ömurlega mál, þar sem ljóst er af gögnum málsins að það átti aldrei að gefa út ákæru á hendur mér,“ segir Steinþór. Það sé þungbær reynsla að verða fyrir því að ríkið ræðst á mann af öllu afli að ástæðu lausu og skeyti ekkert um lög, reglur eða stjórnarskrárvarin réttindi. Upplifunin verði ekki auðveldari þegar það tekur nærri tvo áratugi að ná fram leiðréttingu á ranglætinu. Það hefði honum ekki tekist nema með aðkomu Mannréttindadómstóls Evrópu að málinu og hann sé þakklátur fyrir sá möguleiki sé fyrir hendi þegar kerfið hér á landi bregst eins alvarlega og raunin hafi orðið í máli hans. „Þetta mál og hvernig á því var haldið gagnvart mér af hálfu opinberra aðila hefur haft gríðarleg áhrif, ekki bara á mig heldur alla mína nær fjölskyldu sem hefur staðið þétt við bakið á mér allan tímann og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Það eru ekki margir, fyrir utan fjölskylduna, sem hafa staðið þétt við bakið á mér í þessu óralanga mála skaki, en þeir eru nokkrir og er ég þeim þakklátur. Þið vitið hverjir þið eruð!“ Þá þakkar Steinþór nokkrum lögmönnum sem veittu honum fulltingi í löngum málarekstrinum og sérstaklega Almari Möller, sem var verjandi hans í Landsrétti. Eitt til tvö sambærileg mál Steinþór segir málin ekki vera mörg í stuttri sögu þjóðarinnar, sem hafa tekið lengri tíma í meðförum yfirvalda, þar sem saklaus borgari fái óréttláta málsmeðferð á öllum stigum málsins og þurfi að sæta því að vera ranglega dæmdur og að þurfa að sitja af sér þann ranga fangelsisdóm. Hann áætlar að þau sé tvö eða þrjú í það heila. Það sé ljóst að eitthvað hafi farið alvarlega úrskeiðis í meðförum máls hans, ekki bara hjá Embætti sérstaks saksóknara, heldur einnig hjá dómstólum. Lög og reglur sem gilda um rannsókn mála hafi ekki verið virt, réttu spurninganna hafi ekki verið spurt, gögnum sem voru sakborningi í hag hafi verið haldið frá málsskjölum og dómarar hafi ekki farið að lögum við úrlausn málanna. „Það er mín skoðun eftir að hafa gengið tilneyddur í gegnum þessa óásættanlegu málsmeðferð opinberra aðila gegn mér saklausum, að við getum ekki horft fram á veginn sem þjóð og haldið því fram að hér á landi gildi reglur réttarríkisins jafnt fyrir alla, ALLTAF, ef ekki verður farið í opinbera rannsókn og uppgjör á því hvernig að þessum svokölluðu hrunmálum var staðið af hálfu opinberra aðila eins og ESS og dómstóla. Það sama finnst mér að eigi að gilda um þátt a.m.k. sumra fjölmiðla sem féllu algjörlega á prófinu þegar kom að því að veita hinu opinbera aðhald á efiðum tímum en þess í staðinn klöppuðu þeir ákaft undir af fullum krafti.“
Hrunið Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent