Handbolti

Elín Klara markahæst hjá toppliðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elín Klara er strax orðin lykilleikmaður hjá sænska toppliðinu.
Elín Klara er strax orðin lykilleikmaður hjá sænska toppliðinu.

Elín Klara Þorkelsdóttir fer frábærlega af stað í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta og er markahæst hjá Savehof, sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Elín skipti frá Haukum til Savehof eftir síðasta tímabil og hefur skorað fimmtán mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Hún skoraði sex mörk í sigri kvöldsins, á útivelli gegn Önnereds HK. Þar áður skoraði hún níu mörk gegn Skara, á heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar.

Íslendingaliðið Skara var einnig að spila í kvöld og vann HK Aranas 25-31 á útivelli. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sex mörk fyrir Skara en Lena Valdimarsdóttir komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×