„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Agnar Már Másson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. september 2025 22:44 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins en því tilheyrðu starfsfólk Play. SÝN Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. Stjórnendur flugfélagsins Play ákváðu að stöðva rekstur félagsins og óska eftir gjaldþrotaskiptum í morgun. Rúmlega 110 flugmenn og 130 öryggis- og þjónustufulltrúar misstu þar með vinnuna. „Fólk sá þetta ekki fyrir, ég held að það sé alveg á hreinu. Að minnsta kosti ekki svona,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF). Play er eini viðsemjandi félagsins. Hljóðið í starfsfólki sé þungt. Í tilkynningu Play í morgun var gert að því skóna að ósætti meðal starfsmanna vegna breytinga á stefnu félagsins væri meðal ástæðna fyrir gjaldþrotinu. Þar er væntanlega vísað til þess að Play og ÍFF hafi fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. „Ég ætla að fá að vísa því á bug, og til heimahúsanna,“ sagði Jóhann Óskar í fréttatíma Sýnar í kvöld þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Play. Jóhann segir að ágreiningurinn hafi snúið að rétti starfsmanna til starfa með þessu nýja rekstrarfyrirkomulagi en stéttarfélagið hafi komist að því höfum komist að því að „enginn vilji“ hafi fyrir því. „Það skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið.“ Hann heldur áfram: „Við höfum verið að sinna þessum störfum og vorum að sinna þeim líka fyrir maltneska félagið og við vildum meina að það væri skýr lagaleg stoð fyrir því að störfin ættu að fylgja flugrekstrinum niður eftir.“ Hvað framhaldið varðar segir Jóhann að nú hefjist væntanlega lagalegt ferli til að sækja það sem starfsfólk eigi inni. Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Stjórnendur flugfélagsins Play ákváðu að stöðva rekstur félagsins og óska eftir gjaldþrotaskiptum í morgun. Rúmlega 110 flugmenn og 130 öryggis- og þjónustufulltrúar misstu þar með vinnuna. „Fólk sá þetta ekki fyrir, ég held að það sé alveg á hreinu. Að minnsta kosti ekki svona,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF). Play er eini viðsemjandi félagsins. Hljóðið í starfsfólki sé þungt. Í tilkynningu Play í morgun var gert að því skóna að ósætti meðal starfsmanna vegna breytinga á stefnu félagsins væri meðal ástæðna fyrir gjaldþrotinu. Þar er væntanlega vísað til þess að Play og ÍFF hafi fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. „Ég ætla að fá að vísa því á bug, og til heimahúsanna,“ sagði Jóhann Óskar í fréttatíma Sýnar í kvöld þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Play. Jóhann segir að ágreiningurinn hafi snúið að rétti starfsmanna til starfa með þessu nýja rekstrarfyrirkomulagi en stéttarfélagið hafi komist að því höfum komist að því að „enginn vilji“ hafi fyrir því. „Það skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið.“ Hann heldur áfram: „Við höfum verið að sinna þessum störfum og vorum að sinna þeim líka fyrir maltneska félagið og við vildum meina að það væri skýr lagaleg stoð fyrir því að störfin ættu að fylgja flugrekstrinum niður eftir.“ Hvað framhaldið varðar segir Jóhann að nú hefjist væntanlega lagalegt ferli til að sækja það sem starfsfólk eigi inni.
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira