„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 11:45 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira