Viðskipti innlent

Play er gjald­þrota

Árni Sæberg skrifar
Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/Einar

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 

Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins.

Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr.

„Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“

Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. 

Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play  má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. 

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×