Play er gjaldþrota Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 09:37 Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Ferðalög Gjaldþrot Play Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira