Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2025 06:00 Díana Dögg hefur selt eignina sína nokkrum sinnum en salan hefur ekki gengið í gegn vegna fasteignakeðja sem slitna. Hún veit til þess að margt fólk sem hún vinnur með hafi lent í því sama. Vísir/Sigurjón Sex manna fjölskylda sem fékk samþykkt kauptilboð í húsnæði í apríl er orðin langþreytt á sölukeðjum sem ítrekað slitna. Ástandið myndi batna talsvert ef fólk sem hyggur á kauptilboð hefði greiðslumatið til reiðu og lánsloforð frá bankanum. Tilraun Díönu Daggar Víglundsdóttur, sölustjóra hjá REON, og fjölskyldu hennar til að stækka við sig hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Hún byrjaði að leita í nóvember á síðasta ári og gerði kauptilboð í fallega eign sem var samþykkt - en allt kom fyrir ekki. „Fasteignasalinn fór sínar eigin leiðir og seldi húsnæðið öðrum sem við vorum þó með samþykkt kauptilboð í. Þar með fór það. Við kærðum það ferli en við erum engu betur settari.“ Hafa selt eignina nokkrum sinnum Hjónin hófu leitina að nýju. Þau fundu aðra eign í apríl síðastliðnum en eru nú föst í fjögurra eigna keðju. „Við erum ennþá með virkt kauptilboð í þá eign og erum búin að selja okkar eign nokkrum sinnum en það flaskar á greiðslumati þeirra sem gera tilboð í okkar eign sem þýðir að við erum svolítið alltaf að byrja ferlið upp á nýtt. Næsta opið hús, næsta tilboð kemur, næsti aðili fellur á greiðslumati og við þurfum að byrja upp á nýtt.“ Díana segir óskandi að fólk sem hyggur á tilboð myndi mæta með samþykkt greiðslumat og lánsloforð frá banka í stað þess að gera tilboð án vitneskju um greiðslugetu. „Það kostar 20 þúsund krónur hjá bankanum að fá greiðslumat og lánsloforð og ef þú ert að fjárfesta í eign upp á margar margar, milljónir þá er þetta dropi í hafið. Þetta gildir í sex mánuði og þú ættir að geta gert fullt af tilboðum með þetta í vasanum.“ „Mig langar aldrei að flytja aftur!“ Þetta langa og stranga ferli hafi tekið á tilfinningalífið. „Börnin okkar fjögur eru öll að spyrja og vinir barnanna eru að spyrja og allir nágrannar að spyrja og maður hefur ekkert svar. Ég veit ekki. Svo er maður búinn að innrétta húsið nokkrum sinnum í hausnum á sér.“ Þið eruð búin að brenna ykkur svolítið á markaðnum? „Við erum svo sannarlega búin að brenna okkur en maður er orðinn reynslunni ríkari og mig langar aldrei að flytja aftur!“ segir Díana og skellihlær. Þótt þetta ferli hafi tekið á hana þá er aldrei langt í húmorinn. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16. september 2025 22:04 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Tilraun Díönu Daggar Víglundsdóttur, sölustjóra hjá REON, og fjölskyldu hennar til að stækka við sig hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Hún byrjaði að leita í nóvember á síðasta ári og gerði kauptilboð í fallega eign sem var samþykkt - en allt kom fyrir ekki. „Fasteignasalinn fór sínar eigin leiðir og seldi húsnæðið öðrum sem við vorum þó með samþykkt kauptilboð í. Þar með fór það. Við kærðum það ferli en við erum engu betur settari.“ Hafa selt eignina nokkrum sinnum Hjónin hófu leitina að nýju. Þau fundu aðra eign í apríl síðastliðnum en eru nú föst í fjögurra eigna keðju. „Við erum ennþá með virkt kauptilboð í þá eign og erum búin að selja okkar eign nokkrum sinnum en það flaskar á greiðslumati þeirra sem gera tilboð í okkar eign sem þýðir að við erum svolítið alltaf að byrja ferlið upp á nýtt. Næsta opið hús, næsta tilboð kemur, næsti aðili fellur á greiðslumati og við þurfum að byrja upp á nýtt.“ Díana segir óskandi að fólk sem hyggur á tilboð myndi mæta með samþykkt greiðslumat og lánsloforð frá banka í stað þess að gera tilboð án vitneskju um greiðslugetu. „Það kostar 20 þúsund krónur hjá bankanum að fá greiðslumat og lánsloforð og ef þú ert að fjárfesta í eign upp á margar margar, milljónir þá er þetta dropi í hafið. Þetta gildir í sex mánuði og þú ættir að geta gert fullt af tilboðum með þetta í vasanum.“ „Mig langar aldrei að flytja aftur!“ Þetta langa og stranga ferli hafi tekið á tilfinningalífið. „Börnin okkar fjögur eru öll að spyrja og vinir barnanna eru að spyrja og allir nágrannar að spyrja og maður hefur ekkert svar. Ég veit ekki. Svo er maður búinn að innrétta húsið nokkrum sinnum í hausnum á sér.“ Þið eruð búin að brenna ykkur svolítið á markaðnum? „Við erum svo sannarlega búin að brenna okkur en maður er orðinn reynslunni ríkari og mig langar aldrei að flytja aftur!“ segir Díana og skellihlær. Þótt þetta ferli hafi tekið á hana þá er aldrei langt í húmorinn.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16. september 2025 22:04 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16. september 2025 22:04