Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 22:04 Formaður félags Fasteignasala vill breyta þeirri menningu sem hefur skapast á fasteignamarkaði hér á landi. Betra sé að fólk selji fyrst og kaupi svo í stað þess að kaupa með fyrirvara um sölu og enda mögulega í margra eigna keðju sem slitnar. Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06