Play sé ekki að fara á hausinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 20:02 Jens Þórðarson er fyrrverandi flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Lýður Valberg Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira