Play sé ekki að fara á hausinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 20:02 Jens Þórðarson er fyrrverandi flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Lýður Valberg Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira