Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira