Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 17:03 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum. Líkt og greint var frá fyrr í dag hefur Pósturinn ákveðið að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga bandarískra stjórnvalda á tollgjöldum. „Þetta byrjar á því að bandarísk yfirvöld ákváðu að setja tolla af vörum til Bandaríkjanna sem eiga að innheimtast af flutningsaðila, sem er óvenjulegt. Flutningsaðili í þessu tilfelli geta verið flugfélögin eða pósturinn. Flugfélögin segja að við hættum að fljúga með vörurnar og þá kemur það í hlut Póstsins að innheimta þetta að einhverju leyti,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins. „Í rauninni hafa póstfyrirtækin í gegnum tíðina verið þannig uppstillt að þau innheimta tolla fyrir sitt land. Þannig þegar það kemur vara til Íslands sinnum við tollinnheimtu fyrir hönd Íslands. Núna er verið að snúa öllu þessu á hvolf og gera ákveðinn ómöguleika í þessu. Bandarísk yfirvöld segja að þið veriðið að innheimta tollinn líka fyrir okkur.“ Málið varðar tækni Póstsins sem að sögn Þórhildar virki ekki í slíka tollinnheimtu. Íslenska póstþjónustan sé ekki ein á báti heldur hafi forsvarsmenn póstþjónusta á Norðurlöndunum og í mörgum löndum í Evrópu ákveðið að fara sömu leið. Hún segist einungis hafa fengið leiðbeiningar um tollinnheimtuna þann 15. ágúst en unnið sé að lausn á málinu. „Það eru flestöll póstfyrirætki ekki í stakk búin að taka við þessu verkefni eins og yfirvöld í Bandaríkjunum eru að leggja til að verði gert. Það eru í raun bara flest öll lönd í Evrópu búin að setja stopp á vörusendingar til Bandaríkjanna.“ Ekki hægt að setja fimmtán prósenta toll á allt Þórhildur segir málið einstaklega flókið. Enn sé hægt að senda bréf, skjöl og gjafir til Bandaríkjanna sem séu að hámarksverðmæti hundrað bandarískir dollarar, eða um 12.400 íslenskar krónur. „Ef að ég prjóna vettlinga fyrir barnabarnið mitt sem býr í Bandaríkjunum og ég sendi til þess og verðmætið er undir hundrað dollurum get ég sent það,“ segir Þórhildur. Hins vegar ef að íslensk verslun myndi senda handprjónaða peysu til Bandaríkjanna, sem eru alla dýrari en 12.400 krónur, þarf Pósturinn að innheimta fimmtán prósenta toll fyrir hönd Bandaríkjanna. Ef að garnið sem var nýtt í peysuna kemur til að mynda frá Kína þarf að rukka fimmtíu prósenta toll af garninu og fimmtán prósenta toll af vinnunni. „Við getum ekki sett fimmtán prósent á allt vegna þess að við getum ekki tryggt að inn í pökkum, sem við vitum oft á tíðum ekki hvað er í, hvaðan sú vara á uppruna,“ segir Þórhildur. „Ef að okkar viðskiptavinir á Íslandi eru að senda til Bandaríkjanna viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þeim til skila. En við getum ekki með góðu móti tryggt það í dag því við erum ekki með tæki og tól til að halda utan um upprunaland sendinga sem sendandinn er að senda.“ Þurftu að búa nýja tæknilausn til Þórhildur segir að breska póstþjónustan vinni nú að lausn sem aðrar póstþjónustur, þar á meðal sú íslenska, geti vonandi nýtt sér. Lausnin felst í nýrri tækni sem enn sé verið að búa til og muni það taka nokkrar vikur. „Mig langar helst að segja að þetta verði á morgun en þetta tekur einhverjar vikur. En tæknin er ekki til, það er verið að þróa og prufa hana hjá erlendu póstfyrirtæki í næstu viku,“ segir hún. „Svo tekur tíma að innleiða hjá okkur svo ég þori ekki að segja hversu langan tíma það tekur. Við höfum þvílíkt verið að leita allra leiða til að koma okkar sendingum á leiðarenda. En við höfum því miður ekki fundið þá leið eins og staðan er í dag.“ Hún segist vera í sambandi við aðrar póstþjónustur þar sem leitað er allra ráða til að leysa vandamálið. „Í rauninni er þetta ótrúlegt að það skuli eitthvað yfirvald taka sér þetta alræðisvald og setja þessa ábyrgð á mörg önnur lönd og vinnu. Það er verið að snúa öllu á hvolf. Þetta er svolítið svekkjandi að þetta skuli vera hægt.“ Tollarnir þurfi að endurspeglast í vöruverði Þórhildur telur að það fyrsta sem íslensk fyrirtæki, sér í lagi netverslanir, sem senda mikið af vörum til Bandaríkjanna þurfi að gera væri að auka gegnsæi í bókhaldi sínu upp á uppruna innihaldsefna varnanna. „Ég held að það sem þessi fyrirtæki og netverslanir á Íslandi þurfi að vera mjög gegnsæ í sínu bókhaldi og gera sína reikninga þannig að það sé auðvelt að sjá upprunalandið til framtíðar. Og ég held að íslenskar netverslanir þurfi að byggja upp reikningana sína með þeim hætti að bandarískir neytendur sjái að það er verið að innheimta toll sem er skilað til Bandaríkjanna. Ég myndi segja að það væri það fyrsta sem íslenskar netverslanir þrufi að gera,“ segir hún. „Svo því miður þurfa þeir að leita sér allra leiða til að koma sendingunum sínum til skila, þá hugsanlega nýta sér aðrar póstþjónustu.“ Þórhildur segist ekki sjá aðra lausn en að slík fyrirtæki hækki vöruverð sitt í samræmi við hærri tolla. „Ég sé ekki annað en að fyrirtæki á Íslandi þurfi að velta þessi út í verðlagið hjá sér og ég sé ekki annað en að það verði dýrara fyrir Bandaríkjamenn að versla við netverslanir í Evrópu eftir þessa tollainnleiðingu. Ég vona að fyrirtæki sem eru að senda þetta til Bandaríkjanna rukki þetta sérstaklega á sínum reikningum þannig að fólk í Bandaríkjunum sjái að það er ekki verið að finna einhverja peninga í Evrópu til að styðja bandarískt samfélag.“ Fyrirtækin þurfi að skila upphæð tollsins til Póstsins sem komi þeim áleiðis til tollyfirvalda Bandaríkjanna. Eina lausnin sé að það endurspeglist í verðlagi þeirra vestanhafs. „Þessir peningar þurfa að fylgja með hverri einustu sendingu, sama hvaða sendanda er sent með.“ Hafi ekki þurfti að vera með heimildir út um allan heim Í samtali við fréttastofu segir Mikael Grétarsson, framkvæmdastjóri DHL, að fyrirtækið bjóði enn upp á að senda vörur sínar til Bandaríkjanna. „Þar sem að við erum Íslandspóstur og ekki með tollaskrifstofu í Bandaríkjunum sem hefur heimild til að taka á við ótolluðum sendingum og gefa út afhendingarheimild á þær sendingar sem hafa verið tollaðar af okkur í Bandaríkjunum, það þarf líka þá heimild,“ segir Þórhildur. Þar sem að DHL sé með skrifstofur í Bandaríkjunum hafi þeir slíkar heimildir. „Við erum með tollinn, hann er með aðstöðu í Póstinum. Þeir taka úrtök og gefa afhendingarheimildir á allt og þar sem að íslenskir versla í erlendum netverslunum. Svona hefur verið gert í gegnum tíðina, við höfum ekki þurft að vera með þetta vald út um allan heim,“ segir hún. Pósturinn Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í dag hefur Pósturinn ákveðið að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga bandarískra stjórnvalda á tollgjöldum. „Þetta byrjar á því að bandarísk yfirvöld ákváðu að setja tolla af vörum til Bandaríkjanna sem eiga að innheimtast af flutningsaðila, sem er óvenjulegt. Flutningsaðili í þessu tilfelli geta verið flugfélögin eða pósturinn. Flugfélögin segja að við hættum að fljúga með vörurnar og þá kemur það í hlut Póstsins að innheimta þetta að einhverju leyti,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins. „Í rauninni hafa póstfyrirtækin í gegnum tíðina verið þannig uppstillt að þau innheimta tolla fyrir sitt land. Þannig þegar það kemur vara til Íslands sinnum við tollinnheimtu fyrir hönd Íslands. Núna er verið að snúa öllu þessu á hvolf og gera ákveðinn ómöguleika í þessu. Bandarísk yfirvöld segja að þið veriðið að innheimta tollinn líka fyrir okkur.“ Málið varðar tækni Póstsins sem að sögn Þórhildar virki ekki í slíka tollinnheimtu. Íslenska póstþjónustan sé ekki ein á báti heldur hafi forsvarsmenn póstþjónusta á Norðurlöndunum og í mörgum löndum í Evrópu ákveðið að fara sömu leið. Hún segist einungis hafa fengið leiðbeiningar um tollinnheimtuna þann 15. ágúst en unnið sé að lausn á málinu. „Það eru flestöll póstfyrirætki ekki í stakk búin að taka við þessu verkefni eins og yfirvöld í Bandaríkjunum eru að leggja til að verði gert. Það eru í raun bara flest öll lönd í Evrópu búin að setja stopp á vörusendingar til Bandaríkjanna.“ Ekki hægt að setja fimmtán prósenta toll á allt Þórhildur segir málið einstaklega flókið. Enn sé hægt að senda bréf, skjöl og gjafir til Bandaríkjanna sem séu að hámarksverðmæti hundrað bandarískir dollarar, eða um 12.400 íslenskar krónur. „Ef að ég prjóna vettlinga fyrir barnabarnið mitt sem býr í Bandaríkjunum og ég sendi til þess og verðmætið er undir hundrað dollurum get ég sent það,“ segir Þórhildur. Hins vegar ef að íslensk verslun myndi senda handprjónaða peysu til Bandaríkjanna, sem eru alla dýrari en 12.400 krónur, þarf Pósturinn að innheimta fimmtán prósenta toll fyrir hönd Bandaríkjanna. Ef að garnið sem var nýtt í peysuna kemur til að mynda frá Kína þarf að rukka fimmtíu prósenta toll af garninu og fimmtán prósenta toll af vinnunni. „Við getum ekki sett fimmtán prósent á allt vegna þess að við getum ekki tryggt að inn í pökkum, sem við vitum oft á tíðum ekki hvað er í, hvaðan sú vara á uppruna,“ segir Þórhildur. „Ef að okkar viðskiptavinir á Íslandi eru að senda til Bandaríkjanna viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þeim til skila. En við getum ekki með góðu móti tryggt það í dag því við erum ekki með tæki og tól til að halda utan um upprunaland sendinga sem sendandinn er að senda.“ Þurftu að búa nýja tæknilausn til Þórhildur segir að breska póstþjónustan vinni nú að lausn sem aðrar póstþjónustur, þar á meðal sú íslenska, geti vonandi nýtt sér. Lausnin felst í nýrri tækni sem enn sé verið að búa til og muni það taka nokkrar vikur. „Mig langar helst að segja að þetta verði á morgun en þetta tekur einhverjar vikur. En tæknin er ekki til, það er verið að þróa og prufa hana hjá erlendu póstfyrirtæki í næstu viku,“ segir hún. „Svo tekur tíma að innleiða hjá okkur svo ég þori ekki að segja hversu langan tíma það tekur. Við höfum þvílíkt verið að leita allra leiða til að koma okkar sendingum á leiðarenda. En við höfum því miður ekki fundið þá leið eins og staðan er í dag.“ Hún segist vera í sambandi við aðrar póstþjónustur þar sem leitað er allra ráða til að leysa vandamálið. „Í rauninni er þetta ótrúlegt að það skuli eitthvað yfirvald taka sér þetta alræðisvald og setja þessa ábyrgð á mörg önnur lönd og vinnu. Það er verið að snúa öllu á hvolf. Þetta er svolítið svekkjandi að þetta skuli vera hægt.“ Tollarnir þurfi að endurspeglast í vöruverði Þórhildur telur að það fyrsta sem íslensk fyrirtæki, sér í lagi netverslanir, sem senda mikið af vörum til Bandaríkjanna þurfi að gera væri að auka gegnsæi í bókhaldi sínu upp á uppruna innihaldsefna varnanna. „Ég held að það sem þessi fyrirtæki og netverslanir á Íslandi þurfi að vera mjög gegnsæ í sínu bókhaldi og gera sína reikninga þannig að það sé auðvelt að sjá upprunalandið til framtíðar. Og ég held að íslenskar netverslanir þurfi að byggja upp reikningana sína með þeim hætti að bandarískir neytendur sjái að það er verið að innheimta toll sem er skilað til Bandaríkjanna. Ég myndi segja að það væri það fyrsta sem íslenskar netverslanir þrufi að gera,“ segir hún. „Svo því miður þurfa þeir að leita sér allra leiða til að koma sendingunum sínum til skila, þá hugsanlega nýta sér aðrar póstþjónustu.“ Þórhildur segist ekki sjá aðra lausn en að slík fyrirtæki hækki vöruverð sitt í samræmi við hærri tolla. „Ég sé ekki annað en að fyrirtæki á Íslandi þurfi að velta þessi út í verðlagið hjá sér og ég sé ekki annað en að það verði dýrara fyrir Bandaríkjamenn að versla við netverslanir í Evrópu eftir þessa tollainnleiðingu. Ég vona að fyrirtæki sem eru að senda þetta til Bandaríkjanna rukki þetta sérstaklega á sínum reikningum þannig að fólk í Bandaríkjunum sjái að það er ekki verið að finna einhverja peninga í Evrópu til að styðja bandarískt samfélag.“ Fyrirtækin þurfi að skila upphæð tollsins til Póstsins sem komi þeim áleiðis til tollyfirvalda Bandaríkjanna. Eina lausnin sé að það endurspeglist í verðlagi þeirra vestanhafs. „Þessir peningar þurfa að fylgja með hverri einustu sendingu, sama hvaða sendanda er sent með.“ Hafi ekki þurfti að vera með heimildir út um allan heim Í samtali við fréttastofu segir Mikael Grétarsson, framkvæmdastjóri DHL, að fyrirtækið bjóði enn upp á að senda vörur sínar til Bandaríkjanna. „Þar sem að við erum Íslandspóstur og ekki með tollaskrifstofu í Bandaríkjunum sem hefur heimild til að taka á við ótolluðum sendingum og gefa út afhendingarheimild á þær sendingar sem hafa verið tollaðar af okkur í Bandaríkjunum, það þarf líka þá heimild,“ segir Þórhildur. Þar sem að DHL sé með skrifstofur í Bandaríkjunum hafi þeir slíkar heimildir. „Við erum með tollinn, hann er með aðstöðu í Póstinum. Þeir taka úrtök og gefa afhendingarheimildir á allt og þar sem að íslenskir versla í erlendum netverslunum. Svona hefur verið gert í gegnum tíðina, við höfum ekki þurft að vera með þetta vald út um allan heim,“ segir hún.
Pósturinn Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent