Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2025 17:37 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist örlítið í ágúst. Forstjóri Vinnumálastofnunin segir aukið atvinnuleysi á milli mánaða stafa af árvissri árstíðarsveiflu í íslensku atvinnulífi sem orsakist af fækkun ferðamanna og samdrætti í byggingariðnaðinum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumarkaður Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vinnumarkaður Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira