Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 09:04 Darri Aronsson er óviss um hvað tekur við en er viss um að meiðslin séu loks að baki. Vísir/Bjarni Darri Aronsson vonast til að komast aftur á handboltavöllinn í haust eftir þrjú ár í atvinnumennsku þar sem hann spilaði ekki neitt. Ítrekuð læknamistök héldu honum utan vallar allan hans tíma í Frakklandi. Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira