Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Þórir Hergeirsson gerði stórkostlega hluti með norska kvennalandsliðið og sambandið vildi þakka honum fyrir með því að halda alvöru kveðjuveislu. Getty/Igor Soban Það var örugglega mjög gaman í kveðjupartýi landsliðsþjálfarans Þóris Hergeirssonar og fráfarandi formanns Kåre Geir Lio. Báðir voru að kveðja eftir langan tíma við stjórnvölinn en veisluhöldin kostuðu líka sitt. Í ljós er komið að norska handboltasambandið eyddi meira en tveimur milljónum norskra króna í hátíðarhöldin eða meira en 24 milljónum í íslenskum krónum. Norska ríkisútvarpið skrifar um hneykslun og hörð viðbrögð við kostnaðinum. Veislan var haldin til að þakka þeim Þóri og Lio fyrir langa þjónustu þeirra við norskan handbolta. Þórir hafði verið aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins í sextán ár og aðstoðarþjálfari í átta ár þar á undan. Norska kvennalandsliðið vann ellefu gullverðlaun og sautján verðlaun á stórmótum undir hans stjórn. Lio var formaður norska sambandsins frá 2015 til 2025. „Það er algjörlega klikkað að þeir leyfi sér að eyða þessum upphæðum í áfengi, partý og sig sjálfa á sama tíma og félögin þarna úti eru í vandræðum með að ná endum saman,“ sagði Oda Sjøvoll hjá Linderud Linje 5 Håndball. Norska ríkisútvarpið fékk að skoða reikningana en meðal annars var keyptur matur og drykkir fyrir þrjú hundruð þúsund norskar krónur á hátíðarmálsverðinum eða fyrir 3,6 milljónir íslenskra króna. Alls fóru 250 þúsund norskar krónur í áfengi þessa helgi eða meira en þrjár milljónir íslenskar. Norska handboltasambandið segir að þetta sé reikningur fyrir fimm til sex klukkutíma veislu með yfir tvö hundruð gestum. NRK hafði samband við norsk handboltafélög til að fá viðbrögð. Margir brugðust illa við en flest vildu ekki rugga bátnum. Það er hins vegar ljóst að mörg af norsku handboltafélögum glíma við fjárhagsvandræði og eitt besta kvennahandboltalið Evrópu, Vipers frá Kristanstand, fór sem dæmi á hausinn í vetur. Norski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Í ljós er komið að norska handboltasambandið eyddi meira en tveimur milljónum norskra króna í hátíðarhöldin eða meira en 24 milljónum í íslenskum krónum. Norska ríkisútvarpið skrifar um hneykslun og hörð viðbrögð við kostnaðinum. Veislan var haldin til að þakka þeim Þóri og Lio fyrir langa þjónustu þeirra við norskan handbolta. Þórir hafði verið aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins í sextán ár og aðstoðarþjálfari í átta ár þar á undan. Norska kvennalandsliðið vann ellefu gullverðlaun og sautján verðlaun á stórmótum undir hans stjórn. Lio var formaður norska sambandsins frá 2015 til 2025. „Það er algjörlega klikkað að þeir leyfi sér að eyða þessum upphæðum í áfengi, partý og sig sjálfa á sama tíma og félögin þarna úti eru í vandræðum með að ná endum saman,“ sagði Oda Sjøvoll hjá Linderud Linje 5 Håndball. Norska ríkisútvarpið fékk að skoða reikningana en meðal annars var keyptur matur og drykkir fyrir þrjú hundruð þúsund norskar krónur á hátíðarmálsverðinum eða fyrir 3,6 milljónir íslenskra króna. Alls fóru 250 þúsund norskar krónur í áfengi þessa helgi eða meira en þrjár milljónir íslenskar. Norska handboltasambandið segir að þetta sé reikningur fyrir fimm til sex klukkutíma veislu með yfir tvö hundruð gestum. NRK hafði samband við norsk handboltafélög til að fá viðbrögð. Margir brugðust illa við en flest vildu ekki rugga bátnum. Það er hins vegar ljóst að mörg af norsku handboltafélögum glíma við fjárhagsvandræði og eitt besta kvennahandboltalið Evrópu, Vipers frá Kristanstand, fór sem dæmi á hausinn í vetur.
Norski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti