Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 11:07 Baldvin Þorsteinsson kampakátur að vera orðinn forstjóri Samherja hf. Hann tekur við starfinu af föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni. Samherji Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Greint er frá forstjóraskiptunum í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að stjórn Samherja hafi fyrr í júní gengið frá ráðningu Baldvins sem sé þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt með ráðningunni. Þorsteinn Már greindi frá því í maí síðastliðnum að hann myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní og að sonurinn tæki við. „Eins og margir Akureyringar byrjaði ég ungur að árum að vinna hjá Samherja og hef gegnt margvíslegum störfum hjá félaginu í gegnum árin. Ég hef því kynnst félaginu, innviðum þess og starfsfólkinu smám saman og nú síðustu tvö árin sem stjórnarformaður Samherja. Þá hefur náið samstarf okkar feðga verið mikilvægt og gefandi,“ sagði Baldvin í tilefni af ráðningunni Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar hf. (nú Embla Medical) hefur tekið sæti Baldvins í stjórninni og er nýr stjórnarformaður Samherja hf. Jón hefur áður verið í stjórn félagsins, nánar tiltekið frá 2002 til 2006. Baldvin segist taka við öflugu búi og stefnan sé að byggja á þeim góða árangri sem náðst hafi á undanförnum árum. Félagið ætli að leggja frekari áherslu á landeldi með byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi og endurnýjun landeldisstöðvarinnar í Öxarfirði. Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir varaformaður, Jón Sigurðsson formaður, Ásta Dís Óladóttir, Óskar Magnússon.Samherji Uppalinn fyrir norðan, nám fyrir sunnan og útrás Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983, uppalinn á Akureyri og gekk svo í Menntaskólann á Akureyri áður en hann flutti suður til að hefja nám í Háskóla Íslands Eftir útskrift úr Bsc-námi í iðnaðarverkfræði frá HÍ 2007 hóf Baldvin störf hjá Samherja. Baldvin var árunum 2013-16 forstjóri Jarðborana hf. og var síðan framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja frá 2016 til 2019. Hann flutti til Hollands, stýrði stofnun Alda Seafood og gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsin til 2022 þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs til að stýra skrifstofu Alda Seafood í Osló. Baldvin hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga bæði hér á landi og erlendis. Hann var stjórnarformaður Eimskips hf. frá 2019 til 2022, sat í stjórn Olíuverzlunar Íslands (Olís) frá 2011 til 2018 og situr í dag í stjórn Samherja fiskeldis ehf., Nergård AS í Noregi og er stjórnarformaður Alda Seafood í Hollandi. Baldvin er kvæntur Þóru Kristínu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Tímamót Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Greint er frá forstjóraskiptunum í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að stjórn Samherja hafi fyrr í júní gengið frá ráðningu Baldvins sem sé þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt með ráðningunni. Þorsteinn Már greindi frá því í maí síðastliðnum að hann myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní og að sonurinn tæki við. „Eins og margir Akureyringar byrjaði ég ungur að árum að vinna hjá Samherja og hef gegnt margvíslegum störfum hjá félaginu í gegnum árin. Ég hef því kynnst félaginu, innviðum þess og starfsfólkinu smám saman og nú síðustu tvö árin sem stjórnarformaður Samherja. Þá hefur náið samstarf okkar feðga verið mikilvægt og gefandi,“ sagði Baldvin í tilefni af ráðningunni Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar hf. (nú Embla Medical) hefur tekið sæti Baldvins í stjórninni og er nýr stjórnarformaður Samherja hf. Jón hefur áður verið í stjórn félagsins, nánar tiltekið frá 2002 til 2006. Baldvin segist taka við öflugu búi og stefnan sé að byggja á þeim góða árangri sem náðst hafi á undanförnum árum. Félagið ætli að leggja frekari áherslu á landeldi með byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi og endurnýjun landeldisstöðvarinnar í Öxarfirði. Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja ásamt stjórn: Kristján Vilhelmsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir varaformaður, Jón Sigurðsson formaður, Ásta Dís Óladóttir, Óskar Magnússon.Samherji Uppalinn fyrir norðan, nám fyrir sunnan og útrás Baldvin Þorsteinsson er fæddur 1983, uppalinn á Akureyri og gekk svo í Menntaskólann á Akureyri áður en hann flutti suður til að hefja nám í Háskóla Íslands Eftir útskrift úr Bsc-námi í iðnaðarverkfræði frá HÍ 2007 hóf Baldvin störf hjá Samherja. Baldvin var árunum 2013-16 forstjóri Jarðborana hf. og var síðan framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja frá 2016 til 2019. Hann flutti til Hollands, stýrði stofnun Alda Seafood og gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsin til 2022 þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs til að stýra skrifstofu Alda Seafood í Osló. Baldvin hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga bæði hér á landi og erlendis. Hann var stjórnarformaður Eimskips hf. frá 2019 til 2022, sat í stjórn Olíuverzlunar Íslands (Olís) frá 2011 til 2018 og situr í dag í stjórn Samherja fiskeldis ehf., Nergård AS í Noregi og er stjórnarformaður Alda Seafood í Hollandi. Baldvin er kvæntur Þóru Kristínu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur.
Tímamót Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira