Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:49 Tekjur af ferðaþjónustu eru aðeins minni en í fyrra. Vísir/Anton Brink Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær. Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna samanborið við 103,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2024. Á tólf mánaða tímabili, frá apríl 2024 til mars 2025, voru tekjur af erlendum ferðamönnum 623,8 milljarðar króna samanborið við 612,9 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður. Þar kemur einnig fram að fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 29.741 í apríl 2025 sem sé eins prósenta samdráttur samanborið við apríl 2024. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2024 til apríl 2025 störfuðu að jafnaði um 31.407 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.721 fyrir sama tímabil frá árinu áður. Samkvæmt gögnum frá ISAVIA, - flugvéla- og farþegahreyfingar: Talningar á brottförum, komum og skiptifarþegum sem eru tvítaldir og sundurliðun á farþegum eftir ríkisfangi frá Ferðamálastofu. Samtala farþega eftir ríkisfangi stemmir ekki við heildarfjölda brottfara þar sem ekki er notuð sama gagnalindin. Brottfarir eru fengnar frá ISAVIA og innihalda allar flugtegundir en Ferðamálastofa (gögn eftir ríkisfangi) notar tölur um áætlunar- og leiguflug.Hagstofa Íslands Í gögnum Hagstofunnar kemur einnig fram að gistinóttum fækkaði. Gistinætur á hótelum í apríl 2025 voru 369.411 samanborið við 331.880 í apríl 2024. Brottfarir fleiri Þá voru í maí 226.257 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 210.872 í maí 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 159.384 samanborið við 157.366 í maí 2024. Brottfarir farþega með íslenskt ríkisfang voru 53.232 í apríl 2024 en 66.772 í maí á þessu ári. Þar er um að ræða 25 prósenta aukningu. Gögn fengin úr staðgreiðsluskrá hjá Skattinum. Hagstofa Íslands Í hagvísinum er einnig að finna gögn um umferð á hringveginum en töluverð aukning er á umferð í öllum landshlutum. Mesta umferðaraukningin er á Vesturlandi en mesta umferðin á Suðurlandi og minnsta á Austurlandi. Í útgáfunni er einnig að finna tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA. Ferðaþjónusta Efnahagsmál Hótel á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna samanborið við 103,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2024. Á tólf mánaða tímabili, frá apríl 2024 til mars 2025, voru tekjur af erlendum ferðamönnum 623,8 milljarðar króna samanborið við 612,9 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður. Þar kemur einnig fram að fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 29.741 í apríl 2025 sem sé eins prósenta samdráttur samanborið við apríl 2024. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2024 til apríl 2025 störfuðu að jafnaði um 31.407 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.721 fyrir sama tímabil frá árinu áður. Samkvæmt gögnum frá ISAVIA, - flugvéla- og farþegahreyfingar: Talningar á brottförum, komum og skiptifarþegum sem eru tvítaldir og sundurliðun á farþegum eftir ríkisfangi frá Ferðamálastofu. Samtala farþega eftir ríkisfangi stemmir ekki við heildarfjölda brottfara þar sem ekki er notuð sama gagnalindin. Brottfarir eru fengnar frá ISAVIA og innihalda allar flugtegundir en Ferðamálastofa (gögn eftir ríkisfangi) notar tölur um áætlunar- og leiguflug.Hagstofa Íslands Í gögnum Hagstofunnar kemur einnig fram að gistinóttum fækkaði. Gistinætur á hótelum í apríl 2025 voru 369.411 samanborið við 331.880 í apríl 2024. Brottfarir fleiri Þá voru í maí 226.257 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 210.872 í maí 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 159.384 samanborið við 157.366 í maí 2024. Brottfarir farþega með íslenskt ríkisfang voru 53.232 í apríl 2024 en 66.772 í maí á þessu ári. Þar er um að ræða 25 prósenta aukningu. Gögn fengin úr staðgreiðsluskrá hjá Skattinum. Hagstofa Íslands Í hagvísinum er einnig að finna gögn um umferð á hringveginum en töluverð aukning er á umferð í öllum landshlutum. Mesta umferðaraukningin er á Vesturlandi en mesta umferðin á Suðurlandi og minnsta á Austurlandi. Í útgáfunni er einnig að finna tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Ferðaþjónusta Efnahagsmál Hótel á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira