„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 15:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/Einar Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur regluverk sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt en það kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu til að fá starfsleyfi. Jóhann Páll Jóhansson umhverfisráðherra sagði við fréttastofu í dag að breytingar á því regluverki tækju gildi í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfisráðherra, setti reglugerðina árið 2024 en hann segir að þær breytingar hafi verið gerðar með einföldun að leiðarljósi. „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór, sem er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Þarna sé annað hvort um að ræða sérstaka túlkun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á reglugerðinni, sem tók gildi 2022, eða að mistök hafi verið gerð við innleiðingu hennar. „Markmið var alltaf að einfalda, einfalda, einfalda.“ Vinna sem hafi þegar verið hafin Nýlega hafa veitingamenn kvartað undan hollustuháttareglugerð sem tók gildi í ágúst 2024 þar sem kveðið er á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir allan starfsleyfisskyldan rekstur auk fjögurra vikna úrvinnslutíma. Reglugerðin tók gildi rúmlega tveimur árum eftir að hún var lögð fram í samráðsgátt 2022. Guðlaugur segir að sú vinna sem standi yfir í ráðuneytinu í dag um að einfalda regluverk sé framhald af vinnu sem hafi hafist þegar hann var umhverfisráðherra og segist fagna því að því sé haldið áfram. Í því samhengi nefnir ráðherrann fyrrverandi að hann hafi skrifað undir reglugerð sem gerði 47 atvinnugreinar skráningaskyldar frekar en starfsleyfisskyldar, þar á meðal bifreiðaverksætði og steypustöðvar. Sú breyting náði þó ekki til veitingareksturs en nú hyggst arftaki hans, Jóhann Páll, gera 23 atvinnugreinar til viðbótar skráningarskyldar frekar en starfsleyfisskyldar. Vöruðu við breytingunm Heilbrigðiseftirlitsstofnanir vöruðu við því í umsögnum sínum um heilsuháttarreglugerð 2022 að regluverkið myndi flækja fyrir hollustuháttafyrirtækjum með því að gera þeim skylt að bíða í fjórar vikru eftir að auglýsingatími rynni út. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar „óþarfa flækjustigi“ og taldi enga ástæðu fyrir að auglýsa stafsleyfi enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Hins vegar mætti skoða hvort viss starfsleyfi fyrirtækja samkvæmt áhættumati ættu ekki að vera auglýsingaskyld, til að mynda vissar heilbrigðisstofnanir og jafnvel fyrirtæki í eða við íbúðabyggð sem eru líkleg til að valda ónæði, sum sé skemmtistaðir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sagði benti á að mögulega væri verð að tefja afgreiðslu mála að óþörfu með því að setja inn auglýsingaskyldu á hollustuháttafyrirtækjum „sem hafa fram að þessu verið undanþegin kynningu – er ekki nóg að búið sé að afla samþykkis skipulags- og byggingafulltrúa og gera úttekt áður en leyfið er veitt?“ spurði eftirlitið. „Þetta er hreinasti óþarfi.“ Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur regluverk sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt en það kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu til að fá starfsleyfi. Jóhann Páll Jóhansson umhverfisráðherra sagði við fréttastofu í dag að breytingar á því regluverki tækju gildi í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfisráðherra, setti reglugerðina árið 2024 en hann segir að þær breytingar hafi verið gerðar með einföldun að leiðarljósi. „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór, sem er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Þarna sé annað hvort um að ræða sérstaka túlkun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á reglugerðinni, sem tók gildi 2022, eða að mistök hafi verið gerð við innleiðingu hennar. „Markmið var alltaf að einfalda, einfalda, einfalda.“ Vinna sem hafi þegar verið hafin Nýlega hafa veitingamenn kvartað undan hollustuháttareglugerð sem tók gildi í ágúst 2024 þar sem kveðið er á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir allan starfsleyfisskyldan rekstur auk fjögurra vikna úrvinnslutíma. Reglugerðin tók gildi rúmlega tveimur árum eftir að hún var lögð fram í samráðsgátt 2022. Guðlaugur segir að sú vinna sem standi yfir í ráðuneytinu í dag um að einfalda regluverk sé framhald af vinnu sem hafi hafist þegar hann var umhverfisráðherra og segist fagna því að því sé haldið áfram. Í því samhengi nefnir ráðherrann fyrrverandi að hann hafi skrifað undir reglugerð sem gerði 47 atvinnugreinar skráningaskyldar frekar en starfsleyfisskyldar, þar á meðal bifreiðaverksætði og steypustöðvar. Sú breyting náði þó ekki til veitingareksturs en nú hyggst arftaki hans, Jóhann Páll, gera 23 atvinnugreinar til viðbótar skráningarskyldar frekar en starfsleyfisskyldar. Vöruðu við breytingunm Heilbrigðiseftirlitsstofnanir vöruðu við því í umsögnum sínum um heilsuháttarreglugerð 2022 að regluverkið myndi flækja fyrir hollustuháttafyrirtækjum með því að gera þeim skylt að bíða í fjórar vikru eftir að auglýsingatími rynni út. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar „óþarfa flækjustigi“ og taldi enga ástæðu fyrir að auglýsa stafsleyfi enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Hins vegar mætti skoða hvort viss starfsleyfi fyrirtækja samkvæmt áhættumati ættu ekki að vera auglýsingaskyld, til að mynda vissar heilbrigðisstofnanir og jafnvel fyrirtæki í eða við íbúðabyggð sem eru líkleg til að valda ónæði, sum sé skemmtistaðir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sagði benti á að mögulega væri verð að tefja afgreiðslu mála að óþörfu með því að setja inn auglýsingaskyldu á hollustuháttafyrirtækjum „sem hafa fram að þessu verið undanþegin kynningu – er ekki nóg að búið sé að afla samþykkis skipulags- og byggingafulltrúa og gera úttekt áður en leyfið er veitt?“ spurði eftirlitið. „Þetta er hreinasti óþarfi.“
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira