Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 10:37 Langborðinu hefur yfirleitt verið komið fyrir á Laugavegi í kringum sumarsólstöður. Reykjavíkurborg Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira