Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 12:31 Jóhann Páll Jóhansson hyggst í vikunni virkja breyta regluverkinu sem forveri hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á sínum tíma. Breytingarnar taka gildi í vikunni. Visir/Samsett Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur reglugerð sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt, sem og og aðra fyrirtækjaeigendur. Reglugerðin, sem var sett af Guðlaugi Þór Þórðarsyni þegar hann var umhverfisráðherra í síðustu ríkisstjórn, kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu. Þetta hefur meðal annars gert það að verkum að alþjóðlega veitingakeðjan Starbucks frestaði opnun sinni fram í lok sumars, í stað þesss að opna samkvæmt áætlun í maí. Heilbrigðiseftirlitsstofnanir mótmæltu breytingunum á sínum tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar valda „óþarfa flækjustigi“ og taldi „enga ástæðu“ fyrir því að auglýsa starfsleyfi samkvæmt hollustuháttareglugerð enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá byggingarfulltrúa. „Svona krafa er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem flækjustig eykst talsvert,“ sagði í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi bentu á í sinni umsögn að reglugerðin myndi „óumdeilanlega gera leyfisveitingu bæði flóknari og mun kostnaðarsamari.“ Fjögurra vikna reglan heyrir sögunni til Er þetta ekki til marks um það að þessar breytingar hafi verið mistök? „Jú, ég held að það hafi almennt verið of langt gengið í að flækja hlutina og setja svona óþarfar og ómálefnalegar kröfur og íþyngjandi kröfur á atvinnulífið á síðustu árum,“ svarar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Í samráðsgátt liggja nú drög að breytingum á reglugerðinni sem eiga að aflétta starfsleyfisskyldu á 23 tegundum atvinnustarfsemi, þar á meðal veitingahúsa, og þess í stað gera starfsemina skráningarskylda. Jóhann Páll gerir ráð fyrir því að reglugerðin verði sett í gildi í vikunni þar sem umsagnarfresti í samráðsgátt lýkur á morgun. „Og það þýðir þá að þessi fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnartími mun heita sögunni til,“ segir Jóhann Páll enn fremur. Aðeins ein umsögn hefur borist og barst hún frá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem fagna breytingunum. „Þannig erum við að eyða óþarfa biðtíma og það ætti þá líka að draga úr kostnaði sem fellur til þegar veitingastaður er tilbúinn fyrir rekstur en getur ekki opnað og þarf að greiða laun og verður af tekjum af því að menn eru að bíða eftir því að auglýsingafresti vegna starfsleyfis ljúki,“ segir ráðherra. „Mér finnst það algjörlega óþolandi staða.“ Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur reglugerð sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt, sem og og aðra fyrirtækjaeigendur. Reglugerðin, sem var sett af Guðlaugi Þór Þórðarsyni þegar hann var umhverfisráðherra í síðustu ríkisstjórn, kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu. Þetta hefur meðal annars gert það að verkum að alþjóðlega veitingakeðjan Starbucks frestaði opnun sinni fram í lok sumars, í stað þesss að opna samkvæmt áætlun í maí. Heilbrigðiseftirlitsstofnanir mótmæltu breytingunum á sínum tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar valda „óþarfa flækjustigi“ og taldi „enga ástæðu“ fyrir því að auglýsa starfsleyfi samkvæmt hollustuháttareglugerð enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá byggingarfulltrúa. „Svona krafa er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem flækjustig eykst talsvert,“ sagði í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi bentu á í sinni umsögn að reglugerðin myndi „óumdeilanlega gera leyfisveitingu bæði flóknari og mun kostnaðarsamari.“ Fjögurra vikna reglan heyrir sögunni til Er þetta ekki til marks um það að þessar breytingar hafi verið mistök? „Jú, ég held að það hafi almennt verið of langt gengið í að flækja hlutina og setja svona óþarfar og ómálefnalegar kröfur og íþyngjandi kröfur á atvinnulífið á síðustu árum,“ svarar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Í samráðsgátt liggja nú drög að breytingum á reglugerðinni sem eiga að aflétta starfsleyfisskyldu á 23 tegundum atvinnustarfsemi, þar á meðal veitingahúsa, og þess í stað gera starfsemina skráningarskylda. Jóhann Páll gerir ráð fyrir því að reglugerðin verði sett í gildi í vikunni þar sem umsagnarfresti í samráðsgátt lýkur á morgun. „Og það þýðir þá að þessi fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnartími mun heita sögunni til,“ segir Jóhann Páll enn fremur. Aðeins ein umsögn hefur borist og barst hún frá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem fagna breytingunum. „Þannig erum við að eyða óþarfa biðtíma og það ætti þá líka að draga úr kostnaði sem fellur til þegar veitingastaður er tilbúinn fyrir rekstur en getur ekki opnað og þarf að greiða laun og verður af tekjum af því að menn eru að bíða eftir því að auglýsingafresti vegna starfsleyfis ljúki,“ segir ráðherra. „Mér finnst það algjörlega óþolandi staða.“
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira