Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Agnar Már Másson skrifar 12. júní 2025 13:19 Jóhannn Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vísir/Vilhelm Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi. Veitingamenn í Reykjavík hafa að undanförnu kvartað undan seinagangi við leyfisveitingar vegna reglugerðar um hollustuhætti sem tók í gildi fyrrasumar en fór ekki í framkvæmd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrr en í maí. Tafði fyrir opnun Kastrup Reglugerðin var sett af síðustu ríkisstjórn en hún fólst í því að hvert einasta starfsleyfi, þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfi væri veitt. Hver sem er gæti því sent inn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum gætu veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Regluverkið hefur sett alþjóðakaffirisanum Starbucks stólinn fyrir dyrnar þrátt fyrir að hann ætlaði að opna í húsnæði þar sem þegar var kaffihús. Keðjan ætlaði að opna dyr sínar hér á landi í maí en því hefur verið frestað fram í lok sumars, eins og Morgunblaðið greindi frá í dag. Nýir rekstraraðilar veitingahússins Kastrup við Hverfisgötu ráku sig á sama vegg þegar þeir hyggðust opna staðinn á ný. Þá hefur bakaríið Hygge, sem hygðist opna þar sem Nebraska stóð áður, einnig mætt miklum töfum. Umhverfisráðherra segir að regluverkið sem tefur fyrir opnun Kastrup hafi þegar verið afnumið, en breytingin hafi ekki gengið í gegn fyrr en í síðustu viku. „Þegar það er nýr starfsleyfishafi að taka við starfsleyfisskyldum rekstri, sem heyrir undir þessa reglugerð enda eru engar raunverulegar breytingar að verða á starfsskilunum sjálfum, þá er ekki lengur krafa um að útgefandi leyfisins auglýsi drög að starfsleyfi,“ segir Jóhann Páll Jóhansson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra í samtali við fréttastofu. Önnur reglugerð varðar Starbucks Þá eru fleiri breytingar í farvatninu, að sögn ráðherrans. „Svo erum við vinna að enn stærri breytingum sem felst í því að starfsemi sé skráningarskyld frekar en starfsleyfisskyld,“ bætir ráðherrann við en þar er um að ræða regluverkið sem hefur tafið fyrir opnun Starbucks. „Það myndi þýða að fyrirtæki þurfi bara að skila inn nauðsynlegum gögnum, heilbrigðiseftirlitið farið yfir þau og um leið og það er staðfest að gögnin séu fullnægjandi þá getur viðkomandi aðili hafið starsfemi án þess að það komi til auglýsingar og auglýsingarfrests.“ Einnig sé til skoðunar hjá ráðuneytinu og umhverfis- og orkustofnun hvort styðja megi betur við eftirlitssvæðin þegar komi að leyfisveitingum, t.d. gefa út leiðbeiningar í von um að auka hraða málsmeðferðar. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á þetta, að létta undir með fólki og fyrirtæki í rekstri og setja ekki íþyngjandi reglur að óþörfu,“ segir ráðherrann. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri frétt kom fram að regluverkið sem var afnumið hefði valdið töfum hjá Starbucks en það var rangt. Rétt er að það hafi valdið töfum hjá Kastrup, en regluverk sem ráðherra hyggst breyta varðar aftur á móti Starbucks. Veitingastaðir Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Veitingamenn í Reykjavík hafa að undanförnu kvartað undan seinagangi við leyfisveitingar vegna reglugerðar um hollustuhætti sem tók í gildi fyrrasumar en fór ekki í framkvæmd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrr en í maí. Tafði fyrir opnun Kastrup Reglugerðin var sett af síðustu ríkisstjórn en hún fólst í því að hvert einasta starfsleyfi, þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfi væri veitt. Hver sem er gæti því sent inn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum gætu veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Regluverkið hefur sett alþjóðakaffirisanum Starbucks stólinn fyrir dyrnar þrátt fyrir að hann ætlaði að opna í húsnæði þar sem þegar var kaffihús. Keðjan ætlaði að opna dyr sínar hér á landi í maí en því hefur verið frestað fram í lok sumars, eins og Morgunblaðið greindi frá í dag. Nýir rekstraraðilar veitingahússins Kastrup við Hverfisgötu ráku sig á sama vegg þegar þeir hyggðust opna staðinn á ný. Þá hefur bakaríið Hygge, sem hygðist opna þar sem Nebraska stóð áður, einnig mætt miklum töfum. Umhverfisráðherra segir að regluverkið sem tefur fyrir opnun Kastrup hafi þegar verið afnumið, en breytingin hafi ekki gengið í gegn fyrr en í síðustu viku. „Þegar það er nýr starfsleyfishafi að taka við starfsleyfisskyldum rekstri, sem heyrir undir þessa reglugerð enda eru engar raunverulegar breytingar að verða á starfsskilunum sjálfum, þá er ekki lengur krafa um að útgefandi leyfisins auglýsi drög að starfsleyfi,“ segir Jóhann Páll Jóhansson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra í samtali við fréttastofu. Önnur reglugerð varðar Starbucks Þá eru fleiri breytingar í farvatninu, að sögn ráðherrans. „Svo erum við vinna að enn stærri breytingum sem felst í því að starfsemi sé skráningarskyld frekar en starfsleyfisskyld,“ bætir ráðherrann við en þar er um að ræða regluverkið sem hefur tafið fyrir opnun Starbucks. „Það myndi þýða að fyrirtæki þurfi bara að skila inn nauðsynlegum gögnum, heilbrigðiseftirlitið farið yfir þau og um leið og það er staðfest að gögnin séu fullnægjandi þá getur viðkomandi aðili hafið starsfemi án þess að það komi til auglýsingar og auglýsingarfrests.“ Einnig sé til skoðunar hjá ráðuneytinu og umhverfis- og orkustofnun hvort styðja megi betur við eftirlitssvæðin þegar komi að leyfisveitingum, t.d. gefa út leiðbeiningar í von um að auka hraða málsmeðferðar. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á þetta, að létta undir með fólki og fyrirtæki í rekstri og setja ekki íþyngjandi reglur að óþörfu,“ segir ráðherrann. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri frétt kom fram að regluverkið sem var afnumið hefði valdið töfum hjá Starbucks en það var rangt. Rétt er að það hafi valdið töfum hjá Kastrup, en regluverk sem ráðherra hyggst breyta varðar aftur á móti Starbucks.
Veitingastaðir Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur