Skattur á atvinnuhúsnæði hækkað um helming á áratug Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:17 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda hefur sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda, FA, segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til uppbyggilegs samtals við ríkisvaldið um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði. FA vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækki um 9,2 prósent milli ára og mat atvinnuhúsnæðis hækki um 4,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nemi hækkunin 3,8 prósentum en á landsbyggðinni 9,1 prósenti. Vel á fjórða tug milljarða Á síðasta ári hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Ætla megi að álagður fasteignaskattur á atvinnueignir á þessu ári sé nær 39 milljörðum króna. Hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hafi á sama tíma hækkað úr um 0,7 prósentum af landsframleiðslu í 0,8 prósentur og sé óvíða hærra í OECD-ríkjunum. „Skattlagning, sem byggir á sveiflum í fasteignaverði en ekki raunverulegri afkomu fyrirtækja, leggst þungt á fyrirtæki, ekki síst þau minni og meðalstóru,“ segir í erindi FA til sveitarfélaganna, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar. „Félag atvinnurekenda telur því fulla ástæðu til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.“ Vilja skattabremsu Í tilkynningu segir að FA vísi í því efni til skýrslu starfshóps sem skipaður hafi verið fulltrúum FA, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara. Skýrslan hafi komið út snemmsumars 2023. Félagið veki sérstaklega athygli á ábendingum hópsins um meðalhófsþak á prósentubreytingu fasteignaskatta milli ára og að svokallaður B-skattur, á húsnæði hins opinbera, og C-skattur, á annað atvinnuhúsnæði, verði sameinaðir, meðal annars til þess að draga úr samkeppnishindrunum sem leitt geti af ólíkri skattlagningu og matsaðferðum á húsnæði einkafyrirtækja og stofnana hins opinbera. „Meðalhófsþak, sem líka hefur verið kallað skattabremsa, myndi gilda hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þannig væru fasteignaeigendur varðir fyrir óhóflegum hækkunum fasteignamats, en sveitarfélögin hefðu líka vörn gagnvart verðfalli og lækkun matsins. Með þessu væri ennfremur komið í veg fyrir hvata sveitarfélaganna til að stuðla að óeðlilegum hækkunum fasteignaverðs,“ segir í erindi FA. FA staldri við fréttatilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem greint sé frá því að stofnunin hyggist einhliða endurskoða aðferðir við gerð fasteignamats atvinnueigna. Að mati félagsins sé nauðsynlegt að slík vinna fari fram í breiðu samráði og samtali. Atvinnurekendur Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda, FA, segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til uppbyggilegs samtals við ríkisvaldið um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði. FA vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækki um 9,2 prósent milli ára og mat atvinnuhúsnæðis hækki um 4,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nemi hækkunin 3,8 prósentum en á landsbyggðinni 9,1 prósenti. Vel á fjórða tug milljarða Á síðasta ári hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Ætla megi að álagður fasteignaskattur á atvinnueignir á þessu ári sé nær 39 milljörðum króna. Hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hafi á sama tíma hækkað úr um 0,7 prósentum af landsframleiðslu í 0,8 prósentur og sé óvíða hærra í OECD-ríkjunum. „Skattlagning, sem byggir á sveiflum í fasteignaverði en ekki raunverulegri afkomu fyrirtækja, leggst þungt á fyrirtæki, ekki síst þau minni og meðalstóru,“ segir í erindi FA til sveitarfélaganna, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar. „Félag atvinnurekenda telur því fulla ástæðu til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.“ Vilja skattabremsu Í tilkynningu segir að FA vísi í því efni til skýrslu starfshóps sem skipaður hafi verið fulltrúum FA, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara. Skýrslan hafi komið út snemmsumars 2023. Félagið veki sérstaklega athygli á ábendingum hópsins um meðalhófsþak á prósentubreytingu fasteignaskatta milli ára og að svokallaður B-skattur, á húsnæði hins opinbera, og C-skattur, á annað atvinnuhúsnæði, verði sameinaðir, meðal annars til þess að draga úr samkeppnishindrunum sem leitt geti af ólíkri skattlagningu og matsaðferðum á húsnæði einkafyrirtækja og stofnana hins opinbera. „Meðalhófsþak, sem líka hefur verið kallað skattabremsa, myndi gilda hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þannig væru fasteignaeigendur varðir fyrir óhóflegum hækkunum fasteignamats, en sveitarfélögin hefðu líka vörn gagnvart verðfalli og lækkun matsins. Með þessu væri ennfremur komið í veg fyrir hvata sveitarfélaganna til að stuðla að óeðlilegum hækkunum fasteignaverðs,“ segir í erindi FA. FA staldri við fréttatilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem greint sé frá því að stofnunin hyggist einhliða endurskoða aðferðir við gerð fasteignamats atvinnueigna. Að mati félagsins sé nauðsynlegt að slík vinna fari fram í breiðu samráði og samtali.
Atvinnurekendur Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira