Þjóðhátíð um raunveruleikaþátt Brynjars: „Það er ekkert í boði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 13:14 Ljóst er að sigurvegari Leitinnar að Club troði ekki upp í Herjólfsdal. Vísir/Viktor Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar. Brynjar Barkarson, annar helmingur ClubDub, ræddi við fréttastofu á fimmtudaginn um áætlanir sínar um að fara af stað með raunveruleikaþátt þar sem sigurvegarinn yrði arftaki Arons Kristins Jónassonar í sveitinni. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið sagði Aron Kristinn skilið við sveitina eftir að Brynjar hóf að láta til sín taka á nýju sviði. Múslimar blóðsugur sem beri ábyrgð á vistarbandinu Nefnilega á sviði umræðu um hælisleitendamál en hann hefur farið mikinn á ýmsum vettvangi og látið hafa eftir sér að múslimar séu blóðsugur sem bæru meðal annars ábyrgð á vistarbandinu og daðraði við hinar ýmsu samsæriskenningar. Brynjar greindi frá því í samtali við fréttastofu að hann ætlaði ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins að marka endalok sveitarinnar. Hann segist ætla að framleiða raunveruleikaþátt þar sem umsækjendur keppa um að fylla í skarðið í sveitinni. Takist einum heppnum að heilla hann upp úr skónum fær hann að taka lagið á stærsta sviði landsins. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Ekki í boði að skipta Aroni út Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir forsendur þess að ClubDub komi fram í Herjólfsdal algjörlega brostnar. „Annar aðilinn hætti í hljómsveitinni í byrjun vikunnar. Við settum okkur í samband við þá báða. Forsendurnar fyrir samningnum eru brostnar,“ segir hann. Blaðamaður bar undir hann fyrirætlanir Brynjars um að fylla í skarð Arons Kristins í raunveruleikaþáttum. „Nei, það er ekkert í boði. Forsendurnar eru alveg brostnar þegar Aron segir sig úr þessu. Við ætlum bara að finna einhvern annan í staðinn.“ Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Brynjar Barkarson, annar helmingur ClubDub, ræddi við fréttastofu á fimmtudaginn um áætlanir sínar um að fara af stað með raunveruleikaþátt þar sem sigurvegarinn yrði arftaki Arons Kristins Jónassonar í sveitinni. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið sagði Aron Kristinn skilið við sveitina eftir að Brynjar hóf að láta til sín taka á nýju sviði. Múslimar blóðsugur sem beri ábyrgð á vistarbandinu Nefnilega á sviði umræðu um hælisleitendamál en hann hefur farið mikinn á ýmsum vettvangi og látið hafa eftir sér að múslimar séu blóðsugur sem bæru meðal annars ábyrgð á vistarbandinu og daðraði við hinar ýmsu samsæriskenningar. Brynjar greindi frá því í samtali við fréttastofu að hann ætlaði ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins að marka endalok sveitarinnar. Hann segist ætla að framleiða raunveruleikaþátt þar sem umsækjendur keppa um að fylla í skarðið í sveitinni. Takist einum heppnum að heilla hann upp úr skónum fær hann að taka lagið á stærsta sviði landsins. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Ekki í boði að skipta Aroni út Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir forsendur þess að ClubDub komi fram í Herjólfsdal algjörlega brostnar. „Annar aðilinn hætti í hljómsveitinni í byrjun vikunnar. Við settum okkur í samband við þá báða. Forsendurnar fyrir samningnum eru brostnar,“ segir hann. Blaðamaður bar undir hann fyrirætlanir Brynjars um að fylla í skarð Arons Kristins í raunveruleikaþáttum. „Nei, það er ekkert í boði. Forsendurnar eru alveg brostnar þegar Aron segir sig úr þessu. Við ætlum bara að finna einhvern annan í staðinn.“
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira