Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 13:00 Leikmenn AEK Aþenu neituðu að hefja leik í Skopje. Núna hefur liðinu verið dæmt 10-0 tap. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Eins og alþjóð veit eru Valskonur Evrópubikarmeistarar í handbolta í ár. Karlamegin er nú loks einnig búið að útnefna sigurvegara, eftir mikið hneyksli. Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða. EHF-bikarinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða.
EHF-bikarinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira