Sveiflujöfnunarauki helst óbreyttur Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2025 08:34 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar bankans. Vísir/Anton Brink Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Gildi sveiflujöfnunaraukans helst óbreyttur í 2,5 prósentum í samræmi við stefnu fjármálastöðugleikanefndarinnar um beitingu aukans. Fram kemur að mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Efnahagshorfur hér á landi gætu orðið fyrir áhrifum af þeim sökum. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Viðvarandi verðbólga og háir vextir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki síðustu misseri. Vanskil í fjármálakerfinu eru þó lítil og efnahagsreikningar einkageirans almennt sterkir. Skuldavöxtur hefur verið hóflegur og skuldahlutföll heimila og fyrirtækja eru lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Þétt taumhald þjóðhagsvarúðartækja hefur stutt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Seðlabankinn Fasteignaverð er enn hátt á flesta mælikvarða en dregið hefur úr hækkun þess og spenna minnkað á húsnæðismarkaði. Umsvif í byggingariðnaði eru töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. Þrátt fyrir að hægt hafi á sölu fasteigna er eiginfjárstaða byggingargeirans sterk, sem veitir honum svigrúm til að mæta mótbyr. Rekstraráhætta fjármálainnviða er viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áherslu á að fjármálainnviðir séu öruggir, skilvirkir, hagkvæmir og aðgengilegir. Brýnt er að hafa yfirsýn með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og kjarnainnviðum og að til staðar séu viðbragðsáætlanir við rekstraráföllum. Áfram þarf að vinna markvisst að því að auka viðnámsþrótt í greiðslumiðlun, m.a. með því að koma á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun og greiðslukortalausn án nettengingar. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í tilkynningunni. Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Gildi sveiflujöfnunaraukans helst óbreyttur í 2,5 prósentum í samræmi við stefnu fjármálastöðugleikanefndarinnar um beitingu aukans. Fram kemur að mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Efnahagshorfur hér á landi gætu orðið fyrir áhrifum af þeim sökum. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Viðvarandi verðbólga og háir vextir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki síðustu misseri. Vanskil í fjármálakerfinu eru þó lítil og efnahagsreikningar einkageirans almennt sterkir. Skuldavöxtur hefur verið hóflegur og skuldahlutföll heimila og fyrirtækja eru lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Þétt taumhald þjóðhagsvarúðartækja hefur stutt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Seðlabankinn Fasteignaverð er enn hátt á flesta mælikvarða en dregið hefur úr hækkun þess og spenna minnkað á húsnæðismarkaði. Umsvif í byggingariðnaði eru töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. Þrátt fyrir að hægt hafi á sölu fasteigna er eiginfjárstaða byggingargeirans sterk, sem veitir honum svigrúm til að mæta mótbyr. Rekstraráhætta fjármálainnviða er viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áherslu á að fjármálainnviðir séu öruggir, skilvirkir, hagkvæmir og aðgengilegir. Brýnt er að hafa yfirsýn með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og kjarnainnviðum og að til staðar séu viðbragðsáætlanir við rekstraráföllum. Áfram þarf að vinna markvisst að því að auka viðnámsþrótt í greiðslumiðlun, m.a. með því að koma á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun og greiðslukortalausn án nettengingar. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í tilkynningunni. Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira