Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 22:21 Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Stöð 2 Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. „Þessar tilkynningar sem bárust í gær og í morgun frá Arion og Íslandsbanka komu ekki beint á óvart. Það er búið að vera í farvatninu í talsverðan tíma að bankar og fjármálafyrirtæki hefðu hug á að sameinast hvor öðru,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Stjórn Arion banka óskaði eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja og sendi tilkynningu til Kauphallar á þriðjudagskvöld. Á miðvikudagsmorgun sendi stjórn Íslandsbanka tilkynningu til Kauphallar þar sem þau óskuðu einnig eftir samrunaviðræðum við Kviku banka. „Það kom kannski eilítið á óvart að Íslandsbanki hefði sent bréf á Kviku nú í morgun og óskað eftir samrunaviðræðum. Það gerist mjög fljótt eftir að ríkissjóður selur allan hlut sinn í bankanum og það hafa verið væringar á markaðinum að bankinn væri frekar að horfa til að sameinast tryggingarfélaginu Vís en það varð ekki af því.“ Betra verð eða sömu eigendur Stóra spurningin sé því hvað stjórn Kviku banka gerir. Íslandsbanki býður hærra verð fyrir hluthafa heldur en Arion banki. „Íslandsbanki er að bjóða betra verð fyrir hluthafa en Arion banki. Þeir eru að bjóða að skiptihlutföll í mögulegan samruna yrði þannig að gengi Kviku yrði tíu prósent hærra en það var á markaði í gær. Eins verið að bjóða hluthöfum Kvikubanka að fá greitt með bréfum sameinaðs félags og í reiðufé á meðan Arion banki, allaveganna eins og sakir standa, hefur bent á núverandi markaðsverð og bréf í sameinuðum banka.“ Hins vegar eru eigendur annars vegar Arion banka og hins vegar Kviku banka að stórum hluta þeir sömu. Samruni þeirra kynni því, hvað það varðar, að vera sumpart einfaldari. „Við erum með einn umsvifamikinn einkafjárfesta á markaði, fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fimm prósent hlut í hvorum banka og síðan eiga lífeyrissjóðir um sextíu til sjötíu prósenta hlut í hvorum banka fyrir sig,“ segir Hörður. Gætu sagt upp tvö hundruð starfsmönnum „Það er náttúrulega markmiðið hjá bæði Íslandsbanka og Arion banka að það sé hægt að ná fram miklum ábata og samlegð í stærri banka,“ segir Hörður. Með samruna banka er hægt að minnka kostnað rekstursins til muna. Til að mynda ef Arion banki og Kviku banki færu í samruna væri sennilega hægt að fækka starfsmönnum um nærri tvö hundruð. „Það slagar upp í allan núverandi starfsmannafjölda Kviku. Það liggur því fyrir að það er gríðarlega mikil stærðarhagkvæmni í rekstri fjármálafyrirtækja. Mikill fastur kostnaður og eins feykimikill kostnaður sem fylgir ströngu regluverki Seðlabankans.“ Kvika standi styrkum fótum en eftir eigi að koma í ljóst hvort stjórn bankans vilji fara í samrunaviðræður. „Kannski hefur hún áhuga á því en við vitum það ekki.“ Kvika banki Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum. 28. maí 2025 14:24 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
„Þessar tilkynningar sem bárust í gær og í morgun frá Arion og Íslandsbanka komu ekki beint á óvart. Það er búið að vera í farvatninu í talsverðan tíma að bankar og fjármálafyrirtæki hefðu hug á að sameinast hvor öðru,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Stjórn Arion banka óskaði eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja og sendi tilkynningu til Kauphallar á þriðjudagskvöld. Á miðvikudagsmorgun sendi stjórn Íslandsbanka tilkynningu til Kauphallar þar sem þau óskuðu einnig eftir samrunaviðræðum við Kviku banka. „Það kom kannski eilítið á óvart að Íslandsbanki hefði sent bréf á Kviku nú í morgun og óskað eftir samrunaviðræðum. Það gerist mjög fljótt eftir að ríkissjóður selur allan hlut sinn í bankanum og það hafa verið væringar á markaðinum að bankinn væri frekar að horfa til að sameinast tryggingarfélaginu Vís en það varð ekki af því.“ Betra verð eða sömu eigendur Stóra spurningin sé því hvað stjórn Kviku banka gerir. Íslandsbanki býður hærra verð fyrir hluthafa heldur en Arion banki. „Íslandsbanki er að bjóða betra verð fyrir hluthafa en Arion banki. Þeir eru að bjóða að skiptihlutföll í mögulegan samruna yrði þannig að gengi Kviku yrði tíu prósent hærra en það var á markaði í gær. Eins verið að bjóða hluthöfum Kvikubanka að fá greitt með bréfum sameinaðs félags og í reiðufé á meðan Arion banki, allaveganna eins og sakir standa, hefur bent á núverandi markaðsverð og bréf í sameinuðum banka.“ Hins vegar eru eigendur annars vegar Arion banka og hins vegar Kviku banka að stórum hluta þeir sömu. Samruni þeirra kynni því, hvað það varðar, að vera sumpart einfaldari. „Við erum með einn umsvifamikinn einkafjárfesta á markaði, fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fimm prósent hlut í hvorum banka og síðan eiga lífeyrissjóðir um sextíu til sjötíu prósenta hlut í hvorum banka fyrir sig,“ segir Hörður. Gætu sagt upp tvö hundruð starfsmönnum „Það er náttúrulega markmiðið hjá bæði Íslandsbanka og Arion banka að það sé hægt að ná fram miklum ábata og samlegð í stærri banka,“ segir Hörður. Með samruna banka er hægt að minnka kostnað rekstursins til muna. Til að mynda ef Arion banki og Kviku banki færu í samruna væri sennilega hægt að fækka starfsmönnum um nærri tvö hundruð. „Það slagar upp í allan núverandi starfsmannafjölda Kviku. Það liggur því fyrir að það er gríðarlega mikil stærðarhagkvæmni í rekstri fjármálafyrirtækja. Mikill fastur kostnaður og eins feykimikill kostnaður sem fylgir ströngu regluverki Seðlabankans.“ Kvika standi styrkum fótum en eftir eigi að koma í ljóst hvort stjórn bankans vilji fara í samrunaviðræður. „Kannski hefur hún áhuga á því en við vitum það ekki.“
Kvika banki Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum. 28. maí 2025 14:24 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum. 28. maí 2025 14:24
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent