„Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 07:32 Karl-Anthony Towns lét ekkert stoppa sig í sigrinum í nótt. Getty/Gregory Shamus New York Knicks hafa gert það að ákveðinni listgrein í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár að vinna upp stórt forskot mótherjanna. Það gerði liðið einnig í gærkvöld, í mögnuðum 106-100 sigri á Indiana Pacers. Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira