„Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 07:32 Karl-Anthony Towns lét ekkert stoppa sig í sigrinum í nótt. Getty/Gregory Shamus New York Knicks hafa gert það að ákveðinni listgrein í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár að vinna upp stórt forskot mótherjanna. Það gerði liðið einnig í gærkvöld, í mögnuðum 106-100 sigri á Indiana Pacers. Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt. NBA Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Enski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt.
NBA Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Enski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira