Golf

Kylfingum skipað að flýja þrumu­veðrið

Sindri Sverrisson skrifar
Jhonattan Vegas er efstur eftir fyrstu tvo dagana á PGA-meistaramótinu.
Jhonattan Vegas er efstur eftir fyrstu tvo dagana á PGA-meistaramótinu. Getty/Alex Slitz

Keppni á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi hefur verið frestað vegna þrumuveðurs og kylfingum sagt að koma sér í skjól.

Þetta vakti ekki mikla kátínu hjá Norður-Íranum Rory McIlroy sem er á +1 höggi og þarf að eiga algjöra stjörnuframmistöðu til að blanda sér í toppbaráttuna, þar sem Jhonattan Vegas er efstur á -8 höggum.

Veðrið hefur í raun þegar haft talsvert mikil áhrif á mótið hingað til. Eftir úrhellisrigningu í aðdraganda mótsins hafa kylfingar þurft að glíma við blautan völl og það að drulla festist á boltunum þeirra, fyrstu tvo keppnisdagana. 

Útlitið virtist vera að batna en nú hefur keppni verið stöðvuð vegna yfirvofandi þrumuveðurs. Áætlað er að keppni geti haldið áfram síðar í dag en frestunin gæti haft þau áhrif að hið minnsta einhverjir ráshópar þurfi að klára sinn þriðja hring á morgun, skömmu fyrir lokahringinn sem spilaður verður á morgun.

Bein útsending frá mótinu ætti að hefjast á Vodafone Sport klukkan 18 í kvöld.


Tengdar fréttir

Stál­heppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu

Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×