Körfubolti

Úlfarnir í úr­slit vestursins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Anthony Edwards leiðir lið Timberwolves, sem er komið í úrslit vestursins annað árið í röð.
Anthony Edwards leiðir lið Timberwolves, sem er komið í úrslit vestursins annað árið í röð. Ezra Shaw/Getty Images

Minnesota Timberwolves tryggðu sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA annað árið í röð, með öruggum sigri í fimm leikja seríu gegn Golden State Warriors, 121-110 sigri í útsláttarleiknum í nótt. Boston Celtics héldu sér á lífi með sigri gegn New York Knicks.

Warriors unnu fyrsta leikinn en misstu leikstjórnandann Steph Curry, mikilvægasta mann liðsins, í meiðsli. Þá var stjörnuleikmaðurinn Jimmy Butler einnig að glíma við smávægileg meiðsli. Timberwolves unnu fjóra leiki í röð eftir tap í fyrsta leik.

Sigurinn í útsláttarleiknum í nótt var nokkuð þægilegur fyrir Timberwolves, sem voru búnir að vinna sér upp 25 stiga forystu í upphafi seinni hálfleiks. Warriors tókst að minnka muninn en voru aldrei nálægt því að jafna.

Julius Randle og Anthony Edwards í liði Timberwolves fóru að venju mestan í sóknarleiknum og Rudy Gobert var öflugur á báðum endum vallarins.

Brandin Podziemski í liði Warriors sýndi sína bestu frammistöðu á ferlinum og endaði stigahæstur í liðinu með 28 stig.

Úlfarnir mæta annað hvort Oklahoma City Thunder eða Denver Nuggets í úrslitum vesturdeildarinnar. Staðan þar er 3-2 fyrir OKC.

Boston hélt sér á lífi án Tatum

Þrátt fyrir að vera án Jaysons Tatum minnkuðu Boston Celtics muninn í 3-2 í einvígi sínu gegn New York Knicks með 127-102 sigri í nótt. 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Celtics menn skelltu í varnarlás í seinni hálfleik og settu í heildina 22 þriggja stiga skot, sem taldi heilmikið fyrir þá.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×