Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:11 Kári Sigurðsson er formaður Sameykis. Vísir/Samsett Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið. Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Sjá meira
Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið.
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Sjá meira