Innherji

Erum komin „á enda­stöð“ í að fara leið krónutölu­hækkana við kjara­samninga

Hörður Ægisson skrifar
Eyjólfur Árni Rafnsson, fráfarandi formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að við séum núna komin á „ákveðna endastöð“ með þá áherslu á að hækka lægstu launin hlutfallslega meira við gerð kjarasamninga.
Eyjólfur Árni Rafnsson, fráfarandi formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að við séum núna komin á „ákveðna endastöð“ með þá áherslu á að hækka lægstu launin hlutfallslega meira við gerð kjarasamninga. Vilhelm Gunnarsson

Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári.


Tengdar fréttir

Sagan sýnir að annað eins bætist við kjarasamninga í formi launaskriðs

Aðalhagfræðingur Kviku bendir á að þótt samið yrði um almenna krónutöluhækkun launa í yfirstandi kjarasamningum, sem gæti virst hófstillt, sýnir sagan að ofan á hana leggist síðan annað eins í formi launaskriðs. Hann telur jafnframt að jafnvel þótt kjarasamningar verði hófstilltir gæti Seðlabankinn viljað sjá skýr merki um hjöðnun verðbólgunnar áður en stóru skrefin verða stigin til að minnka vaxtaaðhaldið.

Þarf að auka vald­heimildir ríkissátta­semjara til að grípa inn í vinnu­deilur

Til að styrkja þjóðhagslega ábyrgð við gerð kjarasamninga væri réttast að breyta lögum þannig að ríkissáttasemjari geti komið fram með miðlunartillögu án samþykkis frá forystufólki launaþegahreyfingar, að mati hagfræðiprófessors og forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Þeir leggja sömuleiðis til, líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum, að miða launasetningu við afkomu útflutningsgreina til að koma í veg fyrir kjarasamninga sem ýta undir verðbólgu.

Bjarni segir vinnu­markaðslöggjöfina vera í „ákveðnum ógöngum“

Umbætur á vinnumarkaðsmódelinu myndu leiða af sér stöðugleika í ríkisfjármálunum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra telur of langt gengið þegar stéttarfélög geta tekið einstaka vinnustaði „í gíslingu“ og vill sjá breytingar á valdheimildum ríkissáttasemjara á meðan formaður Samfylkingarinnar er opin fyrir skrefum í þá átt í sátt við verkalýðshreyfinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×