Umframfé Íslandsbanka verður hátt í 40 milljarðar með nýju bankaregluverki

Umtalsvert minni niðurfærsla á lánasafni Íslandsbanka en búist var við þýddi að afkoman á fyrsta fjórðungi, sem er að birtast fáeinum dögum áður en ríkið áformar að selja stóran hluta í bankanum, var umfram væntingar greinenda en þrátt fyrir það er arðsemin nokkuð undir markmiði. Með bættri fjármagnsskipan og innleiðingu á nýju bankaregluverki mun umfram eigið fé Íslandsbanka, að sögn stjórnenda, vera hátt í fjörutíu milljarðar króna.
Tengdar fréttir

Skýra þarf betur hvernig tilboðsbók fyrir stærri fjárfesta styður við verðmyndun
Sú ákvörðun um að bæta við sérstakri tilboðsbók C í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, ætluð stórum innlendum og erlendum fagfjárfestum, þarf að skýra betur með tilliti til framkvæmdar og tilgangs, að mati Kauphallarinnar, meðal annars hvernig hún að eigi að hjálpa til við verðmyndun í útboðinu. Stjórnvöld telja að fyrsti mögulegi gluggi til að halda áfram með söluferlið verði fyrri hluta maímánaðar.

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sértækra skatta yfir 60 milljarðar
Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.