Enski boltinn

Til­búinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bíla­leigu­bíl

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Ryan Reynolds með meðeiganda sínum Rob McElhenney en þeir hafa í sameiningu komið Wrexham á kortið.
Ryan Reynolds með meðeiganda sínum Rob McElhenney en þeir hafa í sameiningu komið Wrexham á kortið. Getty/Robbie Jay Barratt

Hollywood leikarinn Ryan Reynolds er einn af eigendum velska knattspyrnuliðsins Wrexham. Reynolds hefur lagt mikið upp úr því að tengjast bæði leikmönnum og bænum sjálfum.

Hann var gestur í hlaðvarpinu 'Fearless in Devotion' þar sem hann sagði frá því að hann heyrir í öllum nýjum leikmönnum.

„Við viljum bara tengjast leikmönnunum. Alltaf þegar við fáum nýjan leikmann inn þá hringjum við í þá og látum þá fá símanúmerin okkar,“ sagði Reynolds.

„Við segjum við þá að ef þeir þurfi á einhverju að halda, að hringja í okkur, við erum hér til að hjálpa. Það er okkar leið til þess að hafa áhrif á klúbbinn, við tökum engar fótboltalegar ákvarðanir,“ sagði Reynolds.

Þetta myndi hins vegar koma í bakið á Reynolds með einn af leikmönnunum sem hann ákveður að nafngreina ekki.

„Einn leikmaðurinn hringdi og bað mig um að leigja fyrir hann bílaleigubíl. Ég sagði við hann: Þegar ég sagði að þú mættir biðja um hvað sem er, þá var ég að meina fyrir nýru.“

„Ég var ekki að meina að ég gæti hjálpað þér að leigja Hertz bíl. Hvernig væri að nota bara Google næst,“ sagði Reynolds í léttum tón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×