Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 11:57 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Einar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur hafið formlega málsmeðferð gegn Landsvirkjun til að rannsaka hvort félagið hafi brotið samkeppnisreglur EES. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi ákveðið í dag að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi. Slík háttsemi gæti talist samkeppnishamlandi. Rannsóknin muni snúa að því hvort markaðshegðun Landsvirkjunar í samningum og viðræðum um hugsanlega langtíma orkukaupasamninga og viðmið Landsvirkjunar við val á mögulegum viðskiptavinum brjóti gegn samkeppnisreglum EES. Kvörtun barst stofnuninni Ákvörðun ESA um að hefja rannsókn á mögulegri samkeppnishamlandi háttsemi hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar frá aðilum á markaði. Frá því að kvörtunin barst hafi ESA aflað og greint upplýsingar sem tengjast vetnis- og rafeldsneytisverkefnum og -mörkuðum. ESA hafi tilkynnt Landsvirkjun, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkeppnisyfirvöldum EES EFTA-ríkjanna um að stofnunin hafi hafið rannsókn á samkeppnishamlandi háttsemi. Athugun á mögulegri samkeppnishamlandi hegðun sé ekki bundin neinum lögbundnum tímafrestum. Tímalengd samkeppnisrannsóknar velti á ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustigi máls og samvinnu þeirra fyrirtækja sem sæta rannsókn ESA. Ákvörðunin um að hefja málsmeðferð feli hvorki í sér að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot né vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar. Ákvörðunin feli eingöngu í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar ESA. Ákvörðunin komi á óvart Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákvörðin ESA komi á óvart. Ástæða þess að ekki hafi verið unnt að selja raforku til vetnis- eða rafeldsneytisverkefna sé sú að staðan í kerfinu hafi verið mjög þröng og Landsvirkjun hafi þurft að skerða bæði afl og orku til núverandi viðskiptavina á undanförnum árum. Að sama skapi hafi tafir í leyfisveitingaferli nýrra virkjana komið í veg fyrir að unnt sé að styðja við mörg ný verkefni. Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna fjölmörgum aðilum með mjög áhugaverð verkefni að ekki sé unnt á þessu stigi að verða við beiðni um orkukaup af þessum ástæðum. Landsvirkjun útiloki ekki að það verði mögulegt í framtíðinni og það muni meðal annars ráðast af uppbyggingu nýrra virkjana. Það komi því verulega á óvart ef nálgun fyrirtækisins feli í sér brot á EES-samningi þegar hvorki er til orka eða afl í kerfinu og því ekki hægt að verða við flestum beiðnum um sölu. „Við munum leggja okkur fram um að upplýsa öll þau atriði sem ESA telur þarfnast skýringa og teljum að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fréttatilkynning Landsvirkjunar barst. Landsvirkjun Orkumál Evrópusambandið Samkeppnismál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi ákveðið í dag að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi. Slík háttsemi gæti talist samkeppnishamlandi. Rannsóknin muni snúa að því hvort markaðshegðun Landsvirkjunar í samningum og viðræðum um hugsanlega langtíma orkukaupasamninga og viðmið Landsvirkjunar við val á mögulegum viðskiptavinum brjóti gegn samkeppnisreglum EES. Kvörtun barst stofnuninni Ákvörðun ESA um að hefja rannsókn á mögulegri samkeppnishamlandi háttsemi hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar frá aðilum á markaði. Frá því að kvörtunin barst hafi ESA aflað og greint upplýsingar sem tengjast vetnis- og rafeldsneytisverkefnum og -mörkuðum. ESA hafi tilkynnt Landsvirkjun, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkeppnisyfirvöldum EES EFTA-ríkjanna um að stofnunin hafi hafið rannsókn á samkeppnishamlandi háttsemi. Athugun á mögulegri samkeppnishamlandi hegðun sé ekki bundin neinum lögbundnum tímafrestum. Tímalengd samkeppnisrannsóknar velti á ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustigi máls og samvinnu þeirra fyrirtækja sem sæta rannsókn ESA. Ákvörðunin um að hefja málsmeðferð feli hvorki í sér að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot né vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar. Ákvörðunin feli eingöngu í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar ESA. Ákvörðunin komi á óvart Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákvörðin ESA komi á óvart. Ástæða þess að ekki hafi verið unnt að selja raforku til vetnis- eða rafeldsneytisverkefna sé sú að staðan í kerfinu hafi verið mjög þröng og Landsvirkjun hafi þurft að skerða bæði afl og orku til núverandi viðskiptavina á undanförnum árum. Að sama skapi hafi tafir í leyfisveitingaferli nýrra virkjana komið í veg fyrir að unnt sé að styðja við mörg ný verkefni. Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna fjölmörgum aðilum með mjög áhugaverð verkefni að ekki sé unnt á þessu stigi að verða við beiðni um orkukaup af þessum ástæðum. Landsvirkjun útiloki ekki að það verði mögulegt í framtíðinni og það muni meðal annars ráðast af uppbyggingu nýrra virkjana. Það komi því verulega á óvart ef nálgun fyrirtækisins feli í sér brot á EES-samningi þegar hvorki er til orka eða afl í kerfinu og því ekki hægt að verða við flestum beiðnum um sölu. „Við munum leggja okkur fram um að upplýsa öll þau atriði sem ESA telur þarfnast skýringa og teljum að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fréttatilkynning Landsvirkjunar barst.
Landsvirkjun Orkumál Evrópusambandið Samkeppnismál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira