Kauphöllin réttir við sér Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 10:19 Miklar hræringar hafa verið á hlutabréfamörkuðum að undanförnu. vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er farinn að rétta úr kútnum eftir talsverðar lækkanir að undanförnu. Virði bréfa í öllum skráðum félögum hækkaði við opnun markaða í morgun og hefur Alvotech hækkað mest eða um 14,50%. Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35
Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20