Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 08:01 Selma Svavarsdóttir formaður KÍO. Elísabet Blöndal Rúmlega 200 konur komu saman til að fræðast og efla tengsl kvenna í orkugeiranum á fyrstu ráðstefnu samtakanna Konur í orkumálum. Ráðstefnan er sú fyrsta sem samtökin halda og var haldin í tilefni af Kvennaárinu. Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal Orkumál Jafnréttismál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal
Orkumál Jafnréttismál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira