Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 16:45 Sergio Pérez er án liðs sem stendur. getty/Song Haiyuan Sergio Pérez segist hafa rætt við nokkur lið síðustu mánuði um möguleikann á að snúa aftur í Formúlu 1. Mexíkóinn var látinn fara frá Red Bull eftir síðasta tímabil. Hann vann ekki neina keppni í fyrra og komst aðeins fjórum sinnum á verðlaunapall. Það var í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann vann ekki eina einustu keppni á tímabili. „Nokkur lið hafa sett sig í samband við mig frá Abú Dabí,“ sagði Pérez og vísaði til síðustu keppni síðasta tímabils. „Tímabilið er byrjað svo eitthvað mun opnast á næstu mánuðum. Þegar ég veit um alla kostina í stöðunni tek ég ákvörðun. Það er alveg ljóst að ég kem bara til baka ef verkefnið er gott og ég get notið þess.“ Auk Red Bull hefur hinn 35 ára Pérez ekið fyrir Sauber og McLaren á ferli sínum í Formúlu 1. Eftirmaður Pérez hjá Red Bull, Liam Lawson, entist aðeins í tvær keppnir áður en honum var skipt út fyrir Yuki Tsunoda. Pérez lenti í 2. sæti í keppni ökuþóra fyrir tveimur árum. Hann hefur unnið sex keppnir á Formúluferlinum. Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mexíkóinn var látinn fara frá Red Bull eftir síðasta tímabil. Hann vann ekki neina keppni í fyrra og komst aðeins fjórum sinnum á verðlaunapall. Það var í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann vann ekki eina einustu keppni á tímabili. „Nokkur lið hafa sett sig í samband við mig frá Abú Dabí,“ sagði Pérez og vísaði til síðustu keppni síðasta tímabils. „Tímabilið er byrjað svo eitthvað mun opnast á næstu mánuðum. Þegar ég veit um alla kostina í stöðunni tek ég ákvörðun. Það er alveg ljóst að ég kem bara til baka ef verkefnið er gott og ég get notið þess.“ Auk Red Bull hefur hinn 35 ára Pérez ekið fyrir Sauber og McLaren á ferli sínum í Formúlu 1. Eftirmaður Pérez hjá Red Bull, Liam Lawson, entist aðeins í tvær keppnir áður en honum var skipt út fyrir Yuki Tsunoda. Pérez lenti í 2. sæti í keppni ökuþóra fyrir tveimur árum. Hann hefur unnið sex keppnir á Formúluferlinum.
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira