Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 10:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa fengið frábæran stuðning áður á stórmótum og búast má við mikilli stemningu í Póllandi í lok ágúst. vísir/Anton Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. Ísland mun leika í D-riðli mótsins í Katowice í Póllandi, ásamt heimamönnum og Slóvenum með Luka Doncic í broddi fylkingar. Hin þrjú liðin í riðlinum, þar á meðal lið úr efsta styrkleikaflokki (Serbía, Þýskaland, Frakkland, Spánn), bætast svo við þegar dregið verður í riðli þann 27. mars. Eftir dráttinn hefst miðasalan. Pólland valdi sér Ísland sem samstarfsþjóð, eða co-host, og segir KKÍ á vef sínum að þess vegna muni Íslendingar hafa forkaupsrétt af miðum fyrstu fimm dagana eftir að miðasalan fer í gang. KKÍ muni gefa út sérstakan hlekk að miðasölunni einhvern tímann á milli 27.-30. mars og að tilkynnt verði um það sérstaklega. Íslendingar oftast öruggir um 2.577 miða Flesta og mögulega alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leikdagarnir verða 28., 30. og 31. ágúst sem og 2. og 4. september. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Kvöldleikur við Pólverja Heimamenn munu alltaf spila síðasta leik dagsins svo að eini kvöldleikur Íslands verður við Pólverja. Miðasölunni verður skipt í tvennt þannig að hægt verður að kaupa miða sem gildir á tvo fyrstu leiki hvers dags og svo annan sem gildir á lokaleik dagsins, sem sagt leik Pólverja. Ef að leikur Íslands og Póllands verður laugardagskvöldið 30. ágúst verða einungis 1.500 miðar í boði fyrir Íslendinga, í stað 2.577 miða að lágmarki, en leikjadagskráin skýrist eftir dráttinn 27. mars. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Ísland mun leika í D-riðli mótsins í Katowice í Póllandi, ásamt heimamönnum og Slóvenum með Luka Doncic í broddi fylkingar. Hin þrjú liðin í riðlinum, þar á meðal lið úr efsta styrkleikaflokki (Serbía, Þýskaland, Frakkland, Spánn), bætast svo við þegar dregið verður í riðli þann 27. mars. Eftir dráttinn hefst miðasalan. Pólland valdi sér Ísland sem samstarfsþjóð, eða co-host, og segir KKÍ á vef sínum að þess vegna muni Íslendingar hafa forkaupsrétt af miðum fyrstu fimm dagana eftir að miðasalan fer í gang. KKÍ muni gefa út sérstakan hlekk að miðasölunni einhvern tímann á milli 27.-30. mars og að tilkynnt verði um það sérstaklega. Íslendingar oftast öruggir um 2.577 miða Flesta og mögulega alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leikdagarnir verða 28., 30. og 31. ágúst sem og 2. og 4. september. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Kvöldleikur við Pólverja Heimamenn munu alltaf spila síðasta leik dagsins svo að eini kvöldleikur Íslands verður við Pólverja. Miðasölunni verður skipt í tvennt þannig að hægt verður að kaupa miða sem gildir á tvo fyrstu leiki hvers dags og svo annan sem gildir á lokaleik dagsins, sem sagt leik Pólverja. Ef að leikur Íslands og Póllands verður laugardagskvöldið 30. ágúst verða einungis 1.500 miðar í boði fyrir Íslendinga, í stað 2.577 miða að lágmarki, en leikjadagskráin skýrist eftir dráttinn 27. mars.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira